Ekki er víst að taflið gangi upp þó Bjarni hætti

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var afar einlægur í viðtalinu í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Raunar eignlægari en hann hefur verið áður. Eiginlega gaf hann of mikið upp, svo mikið að mikið fát kom á stjórnendur og þeir urðu svo undrandi að þeir spurðu sömu spurninganna aftur og aftur með mismunandi orðalagi. Þetta skemmdi þáttinn og ekki síður sýndust stjórnendur fá fyrirskipanir í eyrað um að hamra enn og aftur á hugleiðingum Bjarna. Hann átti hins vegar ekki að láta teyma sig svona langt.

Hingað til hefur enginn stjórnmálaleiðtogi láð máls á því að hætta formennsku fyrir flokki þó á hafi bjátað. Nú hafa hins vegar nýir menn komist til valda, nýjar kynslóðir. Þetta fólk fer ekki leynt með hugsanir sínar. Hér áður fyrr þráuðust hinir bestu menn við þangað til allt var komið í óefni.

Ef til vill er málið þannig vaxið að Sjálfstæðisflokkurinn geti grætt á því ef formaðurinn segi af sér og varaformaðurinn taki við. Þrátt fyrir að skoðanakannanir bendi til þess þá er ekki víst að taflið gangi upp eins og til er ætlast. Það eru aðeins sextán dagar í kjördag.

Ég styð Bjarna Benediktsson þó svo að hann hafi ekki ekki verið mitt val í upphafi. Síðan hafa liðið fjögur ár og hann hefur vaxið í starfi, er málefnalegur og duglegur og umfram allt heiðarlegur. Allt þetta er kostur fyrir stjórnmálaleiðtoga.

Af ofangreindu má ráða að ég kýs Sjálfstæðisflokkinn hver svo sem formaðurinn er. Að mínu mati skiptir stefna flokksins meira máli. Það er hins vegar stór vandi flokksins hversu slaklega hann hefur komið henni á framfæri. Allt annað finnst mér aukaatriði.


mbl.is „Ég útiloka ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta var nú eiginlega pínlegt enn einu sinni að sjá hvernig þessir vanhæfu spyrlar RÚV eyðileggja enn einn þa´ttinn með stjórnmálamönnum landsins.

Eins og þú segir þá þrá spurðu þeir BB aftur og aftur. Auðvitað átti þátturinn ekkert að snúast bara um persónu formannsins og ekkert annað. Sja´lfsstæðisflokkurinn átti betra skilið og kjósendur áttu að fá miklu meira að vita um stefnu flokksins.

En þetta er alveg eftir þessum fjölmiðla farsa, þar sem að þeir telja sig sjálfa þess umkomna að ráða hvað er á dagskrá hverju sinni og ráða þar með allri framvindu stjórnmálanna !

Þetta er hörmulegt og RÚV til skammar. Þetta RÚV fólk var hörmulegt og ekki starfi sínu vaxið !

Gunnlaugur I., 12.4.2013 kl. 00:00

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Tek undir þetta Gunnlaugur. Þetta er Ríkisútvarpi "allra" landsmanna til háborinnar skammar og gjörsamlega óviðunandi, bæði mismunandi aðgangsharka  spyrla eftir því hvaða formaður situr fyrir svörum (sbr. fráleit aðför að formanni Framsóknarflokksins í gærkveldi og silkimýkt gagnvart Bjarna í kvöld) og einnig hvað fjallað er um. Það var einmitt nánast ekki neitt komið inn á stefnumál Sjálfstæðisflokksins, bara á hundavaði í framhjáhlaupi í tímahraki í restina. Þetta eru gjörsamlega ófagleg og óviðunandi vinnubrögð hjá RÚV.

Kristinn Snævar Jónsson, 12.4.2013 kl. 00:23

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek undir með ykkur Gunnlaugur og Kristinn.  Spyrlarnir féllu aftur í sömu gryfju og þeir í þættinum með Sigmundi Davíð.  Þættirnir fóru nánast bara í eitt mál.

Þórir Kjartansson, 12.4.2013 kl. 07:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit ekki hvað svona þættir hafa mikil áhrif. Býst við að flestir velji sér annað sjónvarpsefni.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2013 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband