Subbuskrif Sunnu að mati Eiðs Guðnasonar

Pistill Sunnu Óskar Logadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins við hlið leiðara blaðsins í dag (26.01.2013) heitir Pirraði og kynsvelti ráðherrann. Þessir pistlar eru einskonar leiðarar blaðamanna, undir nafni, birtir með velþóknun ritstjórnar. Hann fjallar um Ögmund Jónasson ráðherra. Eiginkonu hans er reyndar blandað í málið líka. Orð og gjörðir ráðherra geta verið umdeild. Það réttlætir ekki subbuskrif af þessu tagi. Hverskonar blað er Morgunblaðið orðið? Þetta er ekki einu sinni fyndið. Bara dapurlegur vitnisburður um lágkúru.

Oftast les ég pistil Eiðs Guðnasonar í dv.is sem nefnist „Molar um málfar og miðla“. Það geri ég til að átta mig á íslensku máli, hvað sé rétt og skynsamlegt. Hins vegar finnst mér Eiður ekki alltaf skynsamlegur og stundum eru pistlar hans hundleiðinlegir vegna þess að kallinn er oft pirraður íhaldsseggur af versta tagi og brúkar pistla sína til að ráðast að ósekju á menn og málefni eftir því hvernig liggur á honum. Oftast er hann nú fúll.

Til dæmis ræðst hann í dag heiftarlega á Sunnu Ósk Logadóttur, blaðamann Moggans, eins og fram kemur í ofangreindri tilvitnun.

Berum nú það saman sem Sunna skrifaði í pistli sínum sem Eiði er svo uppsigað við:

Ögmundur Jónasson er svekktur yfir að fá ekki að horfa á klám. Þess vegna vill hann banna það. Hann ætti að fá sér stinningarlyf, setjast niður með frúnni og horfa á hressilegt klám. Það verður nú ekki af honum Ögmundi tekið að hann er fíni bjáninn. Hann er greinilega afbrýðisamur út í klámvædda karlmenn, nær honum ekki upp og er pirraður. Það er allt greinilega í toppstandi í þjóðfélaginu úr því að hægt er að eyða peningum og tíma í svona mál.

Í hnotskurn, og nokkurn veginn orðrétt, brugðust netvæddir varðhundar klámsins með þessum hætti við þeirri frétt að innanríkisráðherrann Ögmundur Jónasson ynni að frumvarpi til breytinga á hegningarlögum í því skyni að spyrna við klámvæðingu. Ráðherrann hefur m.a. falið nefnd að kanna hvort varsla á klámi verði bönnuð, en einnig hvort hægt verði að gera lögreglu kleift að loka á dreifingu efnis.

Þetta er leiftrandi og skemmtileg framsetning hjá Sunnu. Hún endursegir í samanteknu máli það sem hún hefur lesið á netinu vegna ummæla Ögmundar. 

Eiður kann ekki blaðamennsku, hann var fréttamaður, og þar gilda aðrar reglur. Í rituðu máli skiptir miklu að koma kjarna málsins að í fyrstu línum fréttar eða greinar til að grípa lesandann. Það kann Sunna og gerir vel í þessum pistli.

Eiginlega hafði ég ætlaði mér að leiða Eið hjá mér, ekki skrifa um hann eða skrifast á við hann. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að benda á samanburðinn á tuði Eiðs og skemmtilegri frásögn Sunnu.

Lesendur geta svo notið þess að bera saman þessa tvo texta og dæma út frá þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég misskildi líka fyrst upphafs-klausu pistils Sunnu Óskar, en las áfram og skildi og meðtók boðskap hennar, ólíkt Eiði, sem á það kannski til að skrifa um fleira en hann skilur.

Jón Valur Jensson, 26.1.2013 kl. 16:08

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það gerði ég líka, Jón Valur. Í því er nefnilega fólgin gæðin í pistlinum. Fyrst verður maður gáttaður á því hversu kjaftfor höfundur er og síðan léttir manni og maður skellihlær. Alltaf gaman að láta koma sér á óvar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.1.2013 kl. 16:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einmitt

Jón Valur Jensson, 26.1.2013 kl. 16:20

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott er að halda því til haga að Eiður hefur fjarlægt þessa tilvitnuðu gagnrýni á Sunnu í Morgunblaðinu með þessum orðum:

„Í Molum 1117 var vitnað til og lagt út af pistli Sunnu Óskar Logadóttur blaðamanns Morgunblaðsins við hlið leiðara Morgunblaðsins (26.01.2013). Af upphafi pistilsins var ómögulegt að ráða annað en að þar væri greinarhöfundur að skrifa frá eigin brjósti. Engin tilvitnunarmerki var þar finna. Kannski var ætlunin með þessu misvísandi upphafi að hneyksla hlustendur. Það tókst gagnvart Molaskrifara. Það var ekki fyrr en síðar í pistlinum sem kom í ljós að þetta voru ekki hugleiðingar blaðamanns. Þessvegna voru ályktanir sem dregnar voru í Molum ekki réttar. Sunna Logadóttir er og Morgunblaðið eru beðin afsökunar á því. Málsgreinin var fjarlægð. Betra hefði verið að skýrt hefði komið fram í upphafi að blaðamaðurinn var ekki að skrifa um sinn eigin hug.“

Í blaðamennsu er oft sagt frá skoðunum annarra í óbeinni ræðu. Um er að ræða endursögn sem ekki er sett í gæsalappir.

Með því að biðjast afsökunar (sem betur fer ekki velvirðingar eins og flestir gera) á mistökum sínum hefur Eiður sýnt eðlilega kurteisi og það er vel.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.1.2013 kl. 12:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, gott hjá honum.

Jón Valur Jensson, 27.1.2013 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband