Vinstri hreyfingin, framboð án eftirspurnar

Nú má búast við að skútu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs reki upp í landsteinanna og hún brotni þar í spón fyrst að hún missti ankerið.

Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og ráðherra hefur lengi verið nokkurs konar samviska þeirra vinstri manna í VG sem teljast upprunalegir og heiðarlegastir. Hann lét ekki fallerast í ráðherraembætti og hefur alla tíð verið beinskeyttur í stjórnmálum. 

Þær breytingar sem urðu á forystumönnum Vinstri grænna sem komust í ráðherraembætti voru hrikaleg. Þeir og flestir alþingismenn VG, misstu tengingu við grasrótina, hvítt varð svart, það sem var skýrt varð allt í einu úr fókus og meira að segja fas þeirra og talsmáti breyttist. Þeir voru ekki lengur hugsjónarmenn heldur stofnanamatur, blýantsnagarar, varðhundar kerfisins. Allt sem þeir komu að breyttist, ekki þó í gull, heldur í stórslys, tap fyrir ríkissjóð, skaða fyrir allan almenning.

Nú er hann farinn eins og svo margir aðrir nafnkunnir vinstrimenn og enn fleiri fótgönguliðar flokksins hafa hætt störfum. Það munar um minna. Hjörleifur var þó alla tíð trúr sinni sannfæringu um náttúruvernd og ESB. Steingrímur og það fátæklega lið hans sem eftir stendur er engum trútt, hvorki flokki né þjóð.

Hér með hefur nafn flokksins breyst, græni liturinn er horfinn. Hann er aðeins Vinstri hreyfingin, framboð án eftirspurnar. 


mbl.is Segir sig úr Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er vont og ómaklegt að láta það góða fólk sem byggði upp V. hr. grænt framboð gjalda þeirra óhappamanna sem sviku stefnu flokksins.

Vonandi rætist úr þeirra málum með nýrri forystu undir nýju flokksheiti.

Árni Gunnarsson, 25.1.2013 kl. 23:16

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Aldeilis prýðileg úttekt. Og sönn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.1.2013 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband