Ólafur Ragnar þorir að segja sannleikann

Vinstri menn á Íslandi fá beinlínis keytu fyrir hjartað þegar vinstri maðurinn Ólafur Ragnar Grímsson tjáir sig um utanríkismál. Fyrst flengdi hann Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Breta, sem barði á Íslendingum á þann hátt sem hvorki samrýmdist efni né aðstæðum. 

Nei, sögðu bæði Jóhanna og Steingrímur. Þetta má ekki segja, hann Össur á að segja svona, vilji hann það yfirleitt.

Keisarinn er nakinn, segir forseti Íslands, og bendir á að fiskveiðistefna Evrópusambandsins sé misheppnuð. Þá rísa upp sjálfskipaðir eftirlitsmenn sem finnst það pólitískt óþægilegt þegar einhver segir sannleikann. Þetta má ekki segja, hann Össur á að segja svona, nema því aðeins að honum finnist þetta beinlínis rangt.

Loksins hefur þjóðin forystumann sem hefur getu til að tjá sig á erlendri grundu svo eftir sé tekið og leyfir sér að gagnrýna það sem þarf.

Stöndum fast að baki forsetans og hendum vanhæfri ríkisstjórn Íslands út í hafshauga. 


mbl.is Ólafur Ragnar: Evrópa er vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vitringurinn mikli hefur áður tjáð sig, án þess að skammast sín. Hvaða tengingar stjórna honum í dag? Forsetanum sem ekki skildi að útrásin gat ekki verið byggð á öðru en bankaránum, svikum og embættis-spillingu háskólakerfisins!

Hann er ekki traustvekjandi í mínum augum í dag. Það er minn skilningur á talsmanni Dana-kórónu Íslands, á framhlið Íslenska alþingishússins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2013 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

ESB er með kvóta fyrir sjómenn svo þeyr hafi vinnu svo er allur afli hent á haugana þetta er hann að tala um t.d.

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 26.1.2013 kl. 03:06

3 Smámynd: Sandy

Hr. Ólafur Ragnar gleymdi að minnast á vini okkar Færeyinga það eru nú þeir sem eru vinir okar í raun,og held að þeir reyni líka að passa upp á sína fiskistofna eins og þeir geta, hins vegar vil ég tala varlega um Noreg.

Sandy, 26.1.2013 kl. 07:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Sigurður, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið sig eins og hetja og það er annað en hægt er að segja um núverandi Ríkisstjórn sem hefur ekkert annað gert en að grafa undan öllu hér á landi og skapa sundrung og ólgu, það er ljótt til þess að hugsa að Ráðamenn okkar sem eiga að vera að huga að okkar hag skuli hafa hag ESB framm yfir okkar hag...

Það er nauðsynlegt að störf þessara núverandi Ríkisstjórnar verði rannsökuð sem allra allra fyrst vegna þess að Ríkisstjórnin fórnaði þjóðinni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2013 kl. 08:23

5 Smámynd: Elle_

Hann þorir, hann vill.  Hann vinnur fyrir þjóð sína, öfugt við Brusselfarana og ICESAVE dýrkendur. 

Niðurdragandi raddirnar sem sí og æ rakka forsetann niður, eru farnar að vera pirrandi.  Það er lífsnauðsynlegt að hafa forseta sem talar fyrir land sitt og þjóð.

Elle_, 26.1.2013 kl. 17:57

6 Smámynd: Elle_

Og svo get ég tekið undir með Sandy að hann hefði mátt minnast á Færeyjar, okkar bestu norrænu vini.  Sjálf kæri ég mig ekki mikið um Norðmenn, þeir vinna gegn okkur á ýmsa vegu, í fiskveiðum, ICESAVE, svo dæmi séu tekin.

Elle_, 26.1.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband