Tíu mistök og svik stjórnmálamanns

Stjórnmálamönnum leyfist ýmsilegt. Þeir mega gera mistök, mega mismæla sig, keyra fullir, halda framhjá, tapa peningum, fara á hausinn og svo framvegis. Við erum öll breysk og okkur getur vissulega orðið á í messunni. Þetta eru hins vegar ekki neinar dauðasyndir, við getum lagað stöðuna, betrumbætt okkur og gengið síðan götuna fram eftir veg.

Dauðasyndirnar eru hins vegar svik og óafturkræf mistök. Þær eru til dæmis þessar:

  1. Segist vera á móti ESB en samþykkir engu að síður aðildarviðræður á þingi sem og aðlögun íslenskrar stjórnsýslu við stjórnkerfi ESB.
  2. Hatast við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í stjórnarandstöðu en breytir um skoðun sem ráðherra og vinnur náið með honum.
  3. Leggur fram frumvarp til laga um að þjóðin borgi Icesave, þingið samþykkir en þjóðin fellir með yfirgnæfandi mun.
  4. Leggur aftur fram frumvarp til laga um að þjóðin borgi Icesave, þingið samþykkir en þjóðin fellir með yfirgnæfandi mun.
  5. Telur kjósendum sínum trú um að hann sé maður fólksins en efnahagsaðgerðir hans beinast meira eða minna að því að segja ríkisstarfsmönnum upp störfum og koma því á atvinnuleysisskrá.
  6. Telur sér og samstarfsmönnum sínum um að hann þekki þjóðina og geti sannfært hana um stefnu sína en það reynist haldlaust grobb. Þjóðin hefur hafnað honum í endurteknum þjóðaratkvæðagreiðslum.
  7. Berst gegn endurkjöri forseta og tapar hrikalega.
  8. Heldur því fram að 2,5& hagvöxtur stafi af aðgerðum ríkisstjórnarinnar
  9. Reynist illur í samstarfi, flokkur hans klofnar og nánir vinir og samstarfsmenn hrökklast í burtu og stofna eigin flokka.
  10. Fjórum árum eftir hrun kennir hann öðrum um allt það sem miður fer en sjálfur þykist hann eiga heiðurinn af því sem vel gengur.

 Myndir þú, ágæti lesandi, kaupa notaðan bíl af manni sem hefur á eftir sér svona slóð?

Eða leyfist allt í pólitík vegna þess að við kjósendur munum ekkert, gleymum því jafnóðum sé eitthvað gert á hluta okkar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband