Bretar fá aðrar ráðgjöf ASG en Íslendingar

Sjóðurinn segir að ef efnahagslífinu takist ekki að rétta úr kútnum á fyrri hluta árs 2013 ætti breska ríkið að draga úr niðurskurðaráformum og einbeita sér að því að fjárfesta í innviðum, sem sé samgöngum og öðru slíku, og grípa til tímabundinna skattalækkana. 
 
Fyrir skömmu tilkynnti bresk fjármálaráðuneytið og Englandsbanki um 50 milljarða punda aðgerð til að auka lánsframboð á betri kjörum handa breskum heimilum og fyrirtækjum til að koma efnahagslífinu á hreyfingu. 
 
AGS sagði að þetta væri djörf aðgerð en að það þyrfti aukinn slaka í peningamálastefnuna, þar með talið að lækka frekar vexti.
 
Ofangreint er úr lítilli frétt á bls. 19 í Morgunblaðinu í morgun. Samkvæmt henni eru ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins allt aðrar en kröfur hans gagnvart íslenskum stjórnvöldum sem ríkisstjórnin hlýddi í einu og öllu.
 
Við sem höfum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi bentum einmitt á þessi atriði. Niðurskurðurinn í rekstri ríkisins olli fyrst og fremst atvinnuleysi, fólki var miskunarlaust sagt upp á tímum er enga aðra vinnu var að fá. Þjónustunni hrakaði og verst kom hún við landsbyggðina.
 
Fjárfestingar í innviðum hafa verið litlar og máttleysislegar. Bygging Hörpu telst hins vegar ekki til innviða en var eitt stærsta einstaka verkefni þessarar ríkisstjórnar. Annað hefur vart verið gert og aumingjalegir ráðherrar bentu í ráðaleysi sínu á fyrrum fjármálaráðherra sem öllu réði.
 
Ríkisstjórnin tók það sérstaklega fram árið 2010 að ekki yrði um frekari aðstoð við heimili landsins þrátt fyrir forsendubrest sem varð á húsnæðislánum þeirra og öðrum lánum. Fullyrða má að þessi einfalda staðreynd hafi framlengt kreppuna.
 
Og var einhver að tala um slaka í peningamálastefnu ríkisstjórnar og Seðlabankans. Um það má aðeins nota orðin slakur brandari.
 
Fyrir ráðgjöf Alþjóðagjaldeyrissjóðins og framlenginu hans hér á landi er þjóðin í spennitreyju og atvinnuleysi, án fjárfestinga, innlendra eða erlendra, gjaldmiðillinn í gíslingu og þjóðin nær því á vonarvöl. Óhætt er að segja að sjaldan hafi ráðgjöf AGS verið aumari og aldrei hafi nokkur ríkisstjórn verið slakari en sú sem nú situr. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband