Mun ESB hætta aðildarviðræðum vegna makrílsins?

Evrópusambandið gæti fengið bakþanka vegna fyrirhugaðrar valdbeitingar til að „koma vitinu“ fyrir Íslendinga í makríldeilunni. Það er einfaldlega ekki markmið sambandsins að berja á öðrum þjóðum í krafti stærðarinnar. Verið getur að einhverjir kommissarar átti sig á þessari staðreynd.

Óvinveittar aðgerðir 

Flestum er enn í minni deilur Breta, Vestur-Þjóðverja og fleiri þjóða vegna útfærslna íslensku landhelginnar. Menn muna að Bretar sendu herskip á Íslandsmið í þeim tilgangi að „verja“ togara sína við veiðar. Bretar og Vestur-þjóðverjar uxu ekki í áliti vegna þorskastríðanna og almenningsálitið var þeim andsnúið jafnvel eftir samninga sem taldir voru aðeins hagstæðir Íslendingum.

Enn betur muna menn ákvarðanir Breta um að beita hryðjuverkalögum sínum, Anti-terrorism, Crime and Security Act, gegn Landsbankanum, sem þótti og þykir enn gríðarlega óvinveitt aðgerð gegn þjóð sem er með Bretum í Nato. 

Brestur í Nató 

Svo umdeild var hún að hún olli miklu uppþoti innan Nató og hefur eiginlega sýnt fram á alvarlegan brest í bandalaginu. Sameiginlegur málstaður aðildarþjóða kann að reynast minniháttar miðað við sérhagsmuni einstakra þjóða. Þetta kann að sýna að aðildarríkin standi í raun ekki eins þétt saman eins og þau vilja vera láta. Þó Nató hafi stuðlað að því að sáttir hafi einhvern tímann náðst í þorskastríði er ekki þar með sagt að bandalagið hafi pólitíska getu til að gera það aftur, til þess er það orðið of sundrað.

Ríkisstyrktur sjávarútvegur 

Auk ofangreinds er öllum það fullkomlega ljóst að íslenskur sjávarútvegur nýtur engra opinberra styrkja og umhverfið hans og fiskvinnslunnar er algjörlega sjálfbært. Þetta á ekki við sjávarútveg allra annarra ríkja Evrópusambandsins og vinnur með Íslendingum.

Brussel á í miklum vandræðum vegna marílveiða Íslendinga, segja má að óeirðir séu innan ESB og Evrópuþingsins vegna mikillar heiftart Íra og Skota. Í báðum löndum á sjávarútvegur undir högg að sækja vegna minnkandi kvóta og ESB er kennt um allt sem miður ferð. Um þetta vita kommissararnir í Brussel og hafa af því miklar áhyggjur. Ekki bætir heldur úr skák að afstaða Norðmanna er eins og olía á eldinn.

Aðildarviðræðurnar vandamál 

Að öllum líkindum á ESB aðeins eitt ráð áður en aflsmunur er látinn ráða. Það er að hætta samningaviðræðum við Ísland um aðilda að ESB og bera fyrir sig markílveiðunum og áhugaleysi Íslendinga um sættir. Ákvörðunin um þetta þarf ekki að vera svo ýkja erfið. Öllum má vera ljóst að þjóðin mun kolfella aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu og breytingar á þeirri afstöðu verða engar á næstu árum. Ríkisstjórnin má ekki við enn einni þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fer gegn stefnu hennar.

Hagfelld pólitísk lausn 

Pólitískt séð er getur verið hagfelld leið fyrir ESB að hætta aðildarviðræðunum í refsingarskini vegna makrílveiða Íslandinga. Ef til vill er þetta góð leið fyrir ríkisstjórnina sem sér vart til sólar vegna þessa leiðindamáls. Steingrímur J. Sigfússon kvartan undan því að þetta mál skyggi á „afrek“ ríkisstjórnarinnar. Sé því ýtt út af borðinu kunna vinstri grænir að eiga einhvern sjéns í komandi kosningabaráttu. Flokkuinn er gjörsamlega klofinn, innan flokksins er mikil andstaða er við hann persónulega og viðbúið er að flokkurinn tapi meira en helmingi af kjörfylgi sínu. Steingrímur gerði óskapleg mistök með því að samþykkja aðildarviðræðurnar, hann áttaði sig ekki á afstöðu eigin flokksmanna og þjóðarinnar til ESB eða hélt í einfeldni sinni að hann gæti kjaftað sig og flokk sinn út úr hugsanlegum vandræðum.

Allt annað á við um Samfylkinguna. Öll pólitík hennar miðast við aðild að ESB og það verður því hrikalegt áfall fyrir flokkinn forystu hans hætti ESB við viðræðurnar. Hið eina sem kjarni Samfylkingarinnar gæti gert til að laga stöðuna væri að gjörbreyta um forystu og þingflokk - enn einu sinni. Staðan er hins vegar svo erfið fyrir flokkinn að eiginlega getur hann ekkert gert til betrumbóta, hann er dauðadæmdur.

Kátir að losna við Ísland 

En í Brussel geta menn kæst. Ekki þarf lengur að beita afli gegn litla Íslandi, ekki verður farið með herskip á Íslandsmið, enginn biður um innrás í landið, Írar og Skotar verða rólegir enda sáttir við afgerandi viðræðuslit sem á yfirborðinu eru rakin til makrílsins. Friður er tryggður í bili, þar til á næsta ári er makrílveiðarnar hefjast á ný. En þá verður Steingrímur líklega búinn að semja og það mun kosta hann þingsæti.

Og hér heima kætast allir nema Steingrímur og Jóhanna en það skiptir engu máli því íslensku þjóðinni er nokk sama hvoru megin hryggjar þau liggja - svona pólitískt séð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Sigurður. Heillavænleg lausn fyrir Vinstri Græn og okkur öll að hætta viðræðum með makrílinn sem afsökun. Bara að drífa í þessu!

Ívar Pálsson, 18.7.2012 kl. 12:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki myndi ég gráta það þótt makríldeilan yrði til þess að INNLIMUNAR viðræðurnar við ESB legðust af....................

Jóhann Elíasson, 18.7.2012 kl. 16:59

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er eingin hætta á því að ESB slíti viðræðum við landráðastjórnina því það eru alltof miklir hagsmunir í húfi fyrir ESB og þessi makríll er bara dropi í hafið miða við þá hagsmuni.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.7.2012 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband