Á ríkissjóður að vera milliliður í markaðsmálum?

Venjan er sú, og fyrir henni er löng og farsæl reynsla, að fólk og fyrirtæki nota sjálfsaflafé sitt í þau verkefni sem það telur réttast. Nú eru uppi önnur viðhorf og enginn mótmælir eða mótmælir þessari skoðun hans Össurar.

Með hvaða rökum er einhver þörf á að gera ríkissjóð að millilið í markaðsmálum umfram það sem nú er. Hagkerfið getur aldrei gegnið á háum sköttum, það getur ekki heldur gengið með skipti ríkiðvaldið sér af öllu, stóru og smáu.

Það sem Össur og félagar hans eru að gera er að leggja fram frumvarp til laga um nýjan skatt sem þeir kalla auðlindagjald og til að afla því fylgis lofa þeir að nota örlítið brot af því til annarrra hluta. Þetta heita mútur..

Össur hefur ekkert vit á markaðsmálum né heldur íslensk stjórnsýsla. Hvorki íslenska ríkið né önnur eiga að sinna þessum verkefnum. Landbúnaðurinn á að selja einn og óstuddur lömb til útlanda, fiskvinnslan selur fisk, álfyrirtækin ál, ferðaþjónustan selur ferðir um Ísland. 

Ég þori að fullyrða að markaðssetning á íslenskum fiski erlendis gangi ágætlega og batni ekki mikið jafnvel þó ríkið brúi til þess skattpeninga. Raunar yrði það til þess að þeir sem nú kosta markaðssetninguna geta dregið úr sínum framlögum. Er vilji fyrir því að söluaðilar spari en ríkið greiði brúsann? 


mbl.is Hluti gjalds í markaðsstarf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband