Ríkisdalur í stað krónu

Með öðru eyranu fylgist ég með umræðunni um gjaldmiðilsmál, þ.e. meintri þörf á að taka upp einhvern annan gjaldmiðil fyrir þjóðina í stað krónu. Sumir vilja taka upp Evru, aðrir norska krónu, enn aðrir kanadadollar og þeir eru líka til sem vilja bandaríkjadollar.

Einn þeirra sem leggur til að tekinn verði upp bandaríkjadollar er Guðmundur Franklín Jónsson, viðskiptafræðingur og með langa reynslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í dag, nokkuð góða, verð ég að segja, því hingað til hef ég ekki rekist á jafnítarlegan rökstuðning um málið. 

Hann segir meðal annars í grein sinni (feitletrun er mín):

• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands yrði ný stofnun sett saman úr Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu.

• Tekin væri upp fastgengisstefna í stað verðbólguviðmiða. Gengi gjaldmiðils yrði strax fest við gengi Bandaríkjadollars.

• Með nýjum Ríkisdal (ISD) sem lögeyri og fastgengisstefnu fylgja aðhaldssöm ríkisfjármál og efnahagslegur stöðugleiki og engin gjaldeyrishöft yrðu á nýja Ríkisdalnum.

• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands hefði einkaleyfi til útgáfu Ríkisdals sem ásamt Bandaríkjadal yrði lögeyrir landsins. Eftir sem áður yrðu engar hömlur á notkun annarra gjaldmiðla. 

• Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal m.a. annast myntsláttu fyrir landsmenn, gefa út bæði mynt og seðla í Ríkisdölum. Myntsláttu- og þjóðhagsráð Íslands skal tryggja að Ríkisdalir séu að fullu skiptanlegir á pari fyrir Bandaríkjadali.

• Stoðmynt Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera Bandaríkjadalur og skiptihlutfall hans gagnvart Ríkisdal vera einn Ríkisdalur á móti einum Bandaríkjadal.

• Gengi Ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Innan árs frá stofnun Myntsláttu- og þjóðhagsráðs Íslands skal vera búið að skipta öllum íslenskum krónum landsmanna, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, samningum o.s.frv. yfir í Ríkisdal.

• Gjaldeyrishöftum yrði ekki lyft af ca. 1.000 milljörðum af aflandskrónum, þær frystar og sérstaklega samið um losun hafta á þeim. Innlánsvextir á aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í 0,0%. Þessir 1.000 milljarðar aflandskróna halda íslenska hagkerfinu í gíslingu.

• Eigendum aflandskróna yrðu t.d. boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna; a) að skipta yfir í Ríkisdal með 75% afföllum, eða b) skipti á aflandskrónugengi í 30 ára skuldabréf, gefin út í Bandaríkjadal með 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun á tíunda ári.

• Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað sem skattgreiðendur borga í vexti af aflandskrónum. 

• Þær upphæðir af aflandskrónum, sem ekki yrði skipt fyrir Ríkisdalinn, yrðu notaðar til uppbyggingar í íslensku þjóðfélagi til áratuga. Líta verður á 1.000 milljarðana af gömlu krónunum sem hafa íslenskt efnahagslíf í gíslingu sem tækifæri, snúa borðinu við og leyfa erlendum vogunarsjóðum að njóta fjárfestingartækifæra í landinu með þátttöku sinni. 

• Það tæki ca. 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.

Rúsínan i pylsuendanum væri sú, að auðveldlega er hægt að leggja verðtryggingu niður með þessum aðgerðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður; jafnan !

Fyrir margt löngu; reifaði ég þennan möguleika - hér á vef, sem víðar um, að Ríkisdalir og Skildingar; skyldu upp teknir á ný, í stað Krónu og Aura, sem á okkur var dembt, á árunum 1873 - 1875, eins; og við munum.

Með fullri virðingu; fyrir Guðmundi Franklín Jónssyni, og hans Hægra slekti, fannst mér rétt, að koma þessu að, að nokkru.

Stjórnmálamenn; bera yfirleitt meginábyrgð á (utan; Herstjórna - eða annarra þeirra, sem með landsstjórnir fara, um veröld víða) eiginlegri meðferð gjaldmiðla landa sinna, til vanbrúkunar, eins; og við þekkjum hvað gleggst, eða þá, skynsamlegrar meðferðar myntar, sem einnig þekkjast dæmin um, utan Íslands, svo fram komi, einnig.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 15:21

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

Áhugamönnum um fastgengi og alla þá kosti sem af því leiða, bendi ég á greinasafn Samstöðu þjóðar:

Umræða um fyrirhugaða upptöku Kanadadals er lífleg og uppbyggileg

Loftur Altice Þorsteinsson 

Samstaða þjóðar, 26.4.2012 kl. 22:47

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: tek undir með þér, hér er á ferðinni athygliverð hugmynd, sú fyrsta sem ég hef séð sem tekur á vandanum um aflandskrónur, sem eru hinn raunverulegi vandi hvað gjaldeyrishöft varðar. 

Magnús Jónsson, 26.4.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband