Íhugar að taka eigið líf ...

„Þetta fólk“, er iðulega orðalag þeirra sem ekki skilja vanda rúmlega 40% þjóðarinnar sem á í erfiðleikum eða getur hreinlega ekki staðið í skilum með íbúðarlán sín. Ótaldir eru þá þeir sem þegar hafa tapað íbúðum sínum með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir oft.

Marinó G. Njálsson varar á bloggi sínu við sóttinni sem lagst hefur á þjóðina og dreift sér víða og má rekja til hrunsins. Hann segir:

Hættum að finna fyrir meðaumkun með fjármálafyrirtækjum sem ekki kunnu fótum sínum fjörráð. Tökum manngildi ofar auðgildum. Án viðskiptavina verða engin fjármálafyrirtæki.

Í athugasemdadálkinum tekur til máls sextug, fráskilin kona, móðir fjögurra uppkominna barna. Hún keypti sér íbúð við skilnað sinn árið 2005, átti helminginn, 10.000.000 króna. Greiðslur á mánuði áttu þá að vera fjörtíu þúsund á mánuði. Nú er hún atvinnulaus og þarf að borga áttatíu þúsund krónur á mánuði og lánið er komið í 18.000.000 króna. Og hún lýsir hrikalegri stöðu sinni og segir í lokin:

Aldrei skal ég leggjast uppá börnin mín enda hafa þau sko meir en nóg með sitt. Enda kannski fer best á því í þessu "jafnaðar þjóðfélagi" hennar Jóhönnu að maður klári þetta bara sjálfur frekar en að fara í biðröð á elliheimili eða líknadeild þegar þar að kemur.

Nú spyrja æ fleiri: Hvers konar þjóðafélag er það sem lætur það viðgangast að eignir fólks eru hirtar af því, síðan atvinnan og loks er því ýtt fram á ystu brún geðheilsu sinnar og telur að lausnaráðið sé það eitt að taka eigið líf?

Trúið mér, þessi kona er ekki sú eina sem þetta hugsar. Fleiri hafa farið þennan veg og það á enda.

Það er rétt sem Marinó G. Njálsson segir að sóttin er orðin hrikalega skæð og við þurfum að stemma stigu við henni. STRAX.

Ríkisstjórnin í „jafnaðarþjóðfélagi“ hennar Jóhönnu hefur engar lausnir fyrir almenning. Engu að síður er pólitískur meirihluti fyrir breytingum á verðtryggingunni á Alþingi. Hversu lengi þarf almenningur að bíða? fram að næstu reglubundnum kosningum? Hvað mun sú bið þjóðfélagið?

Skilja stjórnmálamenn ekki hið grafalvarlega ástand? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurður; jafnan !

Þakka þér fyrir; þessa frásögu alla - sem athygli þá, sem þú, og aðrir mætir menn lýsa, á hinu háskalega ástandi, sem við landsmönnum öllum blasir, nú; um stundir.

Með þakkar kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 13:36

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott hjá þér að minna á þetta.

Börn þurfa líka oft að líða fyrir þegar svo erfiðar aðstæður eru hjá foreldunum. 

Marta B Helgadóttir, 23.2.2012 kl. 13:46

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nei þeir gera sér ekki grein fyrir því, ég heyrði á tal tveggja manna á kaffihúsi í borginni i vetur, og það var ekki fallegt ef það var einhver alvara í því. Annar sgði ef svo færi að ég myndi íhuga að taka líf mitt, myndi ég taka þau skötuhjú með mér, eins og hann orðaði það. Þetta er graf alvarlegt mál, og verður að fást sátt í því við þjóðina sem allra fyrst. Sóttin breiðist út, og maður veit ekki hvernig þetta mun fara ef fólk er farið að hugsa svona. Maður hugsar til þess með hryllingi! Ef þessi stjórn hefur ekki burði til að laga þetta, verður hún að koma sér frá sem allra fyrst!!

Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2012 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband