Valgerður Bjarnadóttir- stundar klækjapólitík

Saksóknari fyrir alþingis hefur rétt fyrir sér. Það er mikið virðingarleysi ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis getur ekki druslast til að afgreiða málið úr þingnefndinni. Hins vegar ber að horfa til þess að virðingarleysi ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar gagnvart lögum og hefðum er ekkert.

Um það var samið fyrir jól að þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H Haarde, fyrrum forsætisráðherra færi til umræðu 20. janúar. Nú á að svíkja samkomulagið með því að láta málið daga uppi í þingnefnd.

Eftir að hafa tapað eftirminnilega í atkvæðagreiðslunni þennan dag ætlar ríkisstjórnarmeirihlutinn að hefna sín með því að láta málið daga uppi í þingnefndinni. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að sýna Alþingi og þjóðinni þá vanvirðingu. Hún og aðrir í ríkisstjórnarmeirihlutanum þora ekki að láta greiða atkvæði um málið. Skömm Valgerðar verður lengi uppi. Þetta eru stjórnmálin sem hún og félagar hennar iðka. Enn meiri mun skömm hennar verða er landsdómur mun vísa málinu gegn Geir H. Haarde frá eða sýkna hann. Þá verður hennar einna helst minnst fyrir klækjapólitík, ekki aðeins í þessu máli heldur mörgum öðrum.


mbl.is Virðingarleysi við vinnu allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband