Pólitíska forystu vantar í skuldamálum heimilanna

Fyrir vikið hafa skuldalækkanir heimilanna í landinu einvörðungu að litlu leyti orðið á grundvelli aðgerða stjórnvalda. Langstærsti hluti þeirra skulda, sem hafa á annað borð verið afskrifaðar, var ólöglegur. Þar var því ekki um að ræða eiginlegar aðgerðir í þágu skuldugra heimila, sem stjórnvöld höfðu atbeina að. Fjármálastofnanir voru einfaldlega dæmdar til þess að bregðast við. Lánin sem áttu að koma til innheimtu voru ólögleg og verðminni en áður var talið.
 
Þannig skrifar Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, í Morgunblaðið í morgun. Enn einn liðsmaðurinn hefur bæst við hóp sem telur nauðsynlegt að taka til í skuldamálum heimilanna. Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa talað hreint út um þessi mál, Kristján Þór Júlíusson og Illugi Gunnarsson. Til viðbótar er ályktun um skuldamál heimilanna sem samþykkt var á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
 
Aðrir flokkar og þingmenn eru hlyntir breytingum: Framsóknarflokkurinn vill óskiptur taka til hendinni, sama er með Hreyfinguna og þá þingmenn sem eru utan flokka. Eftir hverju er þá beðið? Meirihlutinn er fyrir hendi og um leið og hann stendur að fullnægjandi breytingum á skuldamálum heimilanna fellur ríkisstjórnin.
 
Nú vantar hins vegar pólitíska forystu á löggjafarþinginu um aðgerðir til að leiðrétta skuldir heimilanna. Sú forysta kemur ekki frá ríkisstjórninni, hún hefur byggt upp myndarlega skjaldborg um fjármálafyrirtækin og gerir þau eiginlega ósnertanleg - nema í gegnum Hæstarétt. Eða eins og Einar Kr. segir í grein sinni:
 
Þetta er jú sama fólkið, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem gerði Ice-save-amningana árið 2009 og allir þekkja. Þeir hefðu kostað okkur mörg hundruð milljarða, en var afstýrt. Þess vegna er það auðvitað ofrausn að gera þær kröfur til núverandi stjórnvalda að þau hafi gengið almennilega frá málum þegar íslenska bankakerfið var endurreist. Þau klúðruðu þessu eins og svo mörgu öðru. 
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband