Betlistafurinn sem háir landsbyggðinni

DSC_0125

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða er skynsamur maður og mælir oft rétt. Vandi landsbyggðarinnar er þó ekki þessi staðalímynd sem hann hefur raðað svo skemmtilega saman. Það sem háir of mikið byggðum landsins er betlistafurinn.

Miðstýringarvaldið í Reykjavík hefur gert það að verkum að stýringin hefur horfið úr sveitarfélögunum til framkvæmdavaldsins sem í langflestum tilvikum er staðsett í Reykjavík.

 Allflest sem skiptir landsbyggðina máli þarf að sækja til Reykjavíkur. Skattarnir streyma suður og þar eru ákvarðanirnar teknar.

DSC_0140

Skiptir litlu hvað um er að ræða; samgöngumál, heilbrigðismál, dómsmál, kirkjumál, málefni atvinnuveganna og svo framvegis.

Gera menn sér grein fyrir því hvað það hefur til dæmis kostað Vestfirðinga að þurfa í sífellu að koma suður og betla, biðja eða krefjast fjár til vegamála?

Afleiðingin hefur einfaldlega orðið sú að ósjálfrátt telja fjölmargir íbúar á höfuðborgarsvæðinu að lífskjör séu afar slæm á Vestufjörðum og þar sem varla búandi vegna allra aðstæðna. Hér passar staðalímyndin hans Jóns svo ósköp vel; miðaldra karlinn með betlistafinn.

DSC_0161b

Á bak við þetta allt saman er þó staðreynd sem fæstir átta sig á nema þeir leggi á sig ferðir um landið. Víðast er byggðin blómleg þó margt bjáti vissulega á. Með nýjum kynslóðum verða til nýjar kröfum og viðmiðanir. Einu sinni var landsbyggðinni líkt við eina samfellda vertíð sem entist út árið. Þá var sagt að fólk iðkaði einfalt líf; vinna sofa, éta og fjölga sér (kannski ekki í þessari röð). Einhvern tímann var því svo bætt við að sem afþreyingu horfði fólk á vídeó.

Þetta er nú liðin tíð. Nú er stórkostleg menning á landsbyggðinni, rétt eins og starfstitill Jóns Jónssonar, Strandamanns, ber vitni um. Fólk vill menningu, fer í gönguferðir, hleypur til að styrkja sig, syndir, ræktar garðinn sinn, stundar skógrækt, ferðast innanlands sem og til útlanda. Lítið bara á hversu bæjarfélög á landsbyggðinni hafa breyst síðustu tuttugu árin. 

DSC_0116

Landsbyggðin stendur fyrir sínu en betlistafurinn skemmri óneitanlega mikið fyrir. 


mbl.is Fúlskeggjaður miðaldra karl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

til að breyta þessu þyrfti að koma til þriðja stjórnunarstigið á milli þings og sveitarstjórna. einskonar kantónur og fylki sem hefðu ákveðið fjármála og skattavald en ekki lagavald. útfærslan á slíku getur verið mismunandi en nokkuð breiður hópur manna hefur haft þessa skoðun í gegnum tíðina. t.d. Vilmundur Gylfa og núna síðast (svo ég viti til) Frjálshyggjufélagið. Þetta er alla eitthvað sem ætti að setjast yfir og skoða sem möguleika því varla getur það orðið mikið verra en núverandi ástand.

Fannar frá Rifi, 21.2.2012 kl. 16:23

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta lagast allt þegar við erum gengin í ESB, þá verða allir Íslendingar jafnir, með sinn betlistaf í hendi.

Sú staðreynd að landsbyggðin á orðið verulega í vök að verjast, vegna samþjöppunar valds til Reykjavíkur, segir okkur hvernig ástandið muni verða þegar það samanþjappaða vald hefur færst til Brussel.

Það góða við það er að jöfnuður mun aukast á landinu, það slæma er að sá jöfnuður er á neikvæðann hátt.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2012 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband