Á fagleg stefna að ráða eða skoðun fjármálaráðherra?

Til eru þeir sem haldið hafa því fram að pólitískar ráðningar séu dæmi um spillingu. Það getur verið rétt en hvað er pólitísk ráðning og hvað ekki? Er það til dæmis pólitísk ráðning ef ráðherra ræður samflokksmann sinn í tiltekið embætti eða starf? Er það dæmi um ópólitíska ráðningu ef ráðherra ræður mann úr öðrum stjórmálaflokki?

 

Pólitísk afskipti 

Sagt er að allt eigi að vera uppi á borði, stjórnsýslan á að vera gegnsæ. Gott og vel. Lítum á það sem er raunverulegt. Er ástæða til þess að stjórn stofnunar leiti pólitísks álits ráðherra áður en hún ræður forstjóra hennar?

Fjármálaráðherra krefst þess að ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins verði ógilt. Hann vill að einhver annar verði ráðinn sem hann er pólitískt sáttari við.

Erum við með þessu ekki komin aftur á byrjunarreit? Hvar eru nú þeir sem hæst hrópuðu um pólitískar ráðningar? Er þeim ekkert umhugað um faglegt starf stjórnsýslunnar?

Í hverju er spillingin núna fólgin? Er hún störfum fjármálaráðherra sem krefst þess að ráðning forstjóra Bankasýslunnar verði afturkölluð af pólitískum forsendum eða er hún hjá stjórn stofnunarinnar? Sé það síðarnefnda rétt, hvað var það rangt sem stjórnin gerði?

 

Er fjármálaráðherra ekki „hinir“?

Nei, málið er afskaplega einfalt. Þeir sem hæst hrópuðu um pólitískar ráðningar og spillingu áttu við „hina“.

Þegar fjármálaráðherra ræðst með pólitísku offorsi á faglega ráðningu þegir þetta lið. Enginn stendur upp og krefst þess að ráðherrann haldi sig á mottunni. Formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra líklega ekki „hinir“.

Skoðum Bankasýsluna stuttlega til að fá þokkalega mynd af stöðunni. Stofnunin er ný og heyrir undir fjármálaráðherra. Lög um hana tóku gildi 20. ágúst 2009. Verkefni hennar er að hafa umsjón með eignarhlutum ríkisins í fjármálfyrirtækjum.

Fjármálaráðherra skipar henni þriggja manna stjórn sem meðal annars ræður forstjóra og er fjallað um hæfisskilyrði hans í lögunum og þar segir:

Stjórnarmenn og forstjóri skulu hafa haldgóða menntun auk sérþekkingar á banka- og fjármálum. Gæta skal þess við skipun stjórnar að starfsreynsla og menntun stjórnarmanna sé sem fjölbreyttust á þessu sviði og þeir hafi trausta þekkingu á góðum stjórnarháttum fyrirtækja.

Einnig er kveðið á um að þeir skuli ekki hafa hlotið dóm vegna atvinnureksturs samkvæmt tilteknum lögum.  

 

Fagleg ráðning og pólitísk afskipti 

Nú hefur það gerst að nýr forstjóri hefur verið ráðinn að Bankasýslu ríksins. Stjórn hennar auglýsti og réði manninn og naut til þess aðstoðar Capacent ráðningarstofu, óhlutdrægt fyrirtæki.

Sá sem var ráðinn fékk ágæta niðurstöðu í fjórum persónuleikaprófum og var metinn hæfastur að öllu samanlögðu. Í bréfi stjórnarfomanns Bankasýslunnar til fjármálaráðherra sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar segir meðal annars:

Þá réði það ekki síður úrslitum um ákvörðun stjórnar að bjóða Páli Magnússyni starfið þekking hans fram yfir aðra umsækjendur í stjórnsýslufræðum auk þess sem hæfni hans í mannlegum samskiptum og í tjárningu í ræði og riti var metin talsvert betri en annarra umsækjenda. 

Mér finnst þetta mál með miklum eindæmum. Enn og aftur ræðst fjármálaráðherra gegn þeim prinsípum sem hann áður þóttist vera fylgjandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Tekur einhver mark á Steingrími lengur?

Eyjólfur G Svavarsson, 17.10.2011 kl. 16:48

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Eyjólfur. Maðurinn er fjármálaráðherra og hefur ákveðin völd sem slíkur, vissara að taka mark á honum. Hins vegar er það annað mál að þeim fjölgar sífellt sem eru ósammála gerðum hans.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.10.2011 kl. 16:52

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þannig að þú sérð EKKERT athugavert við fortíðarstörf Páls Magnússonar við einkavæðingu bankanna á árunum 2000-2004 og tengsl við pólitíska óligarka og peningamenn?

Hefði Finnur Ingólfsson líka verið hæfur kandidat?

Skeggi Skaftason, 17.10.2011 kl. 17:17

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég veit ekkert um „fortíðarstörf Páls Magnússonar við einkavæðingu bankanna á árunum 2000-2004 og tengsl við pólitíska óligarka og peningamenn.“

Það sem ég gagnrýni er pólitísk afskiptasemi fjármálaráðherra við ráðningu starfsmanns til Bankasýslu ríkisins. Til þess var stofnunin sett á laggirnar að koma í veg fyrir það.

Eða er stundum hægt að vera með pólitískar ráðningar og stundum ekki? Hvar endar slíkt, kæri Skeggi?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.10.2011 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband