Hver ber ábyrgð og hverjum má treysta?

Það er vel þekkt fyrirbæri að þegar vatnsþrýstingur vex í jarðskorpunni vegna niðurdælingar, þá minnkar núningur á sprunguflötum og getur það svo hleypt af stað skjálftum. 

Þetta er skoðun Haraldar Sigurðssonar, jarðfræðings, og kemur fram á pistli í bloggi hans sunnudaginn 16. október(http://vulkan.blog.is). 

Orkuveitan segir í skýrslu sinni samkvæmt frétt Morgunblaðsins:

Þrýstingur hefur hækkað í mæliholum í nágrenninu og fer enn aðeins hækkandi. Hann mun ná jafnvægi með tímanum og smáskjálftavirknin sem tengist niðurdælingunni þá hætta að mestu. Spenna af völdum jarðskorpuhreyfinga mun þó halda áfram að byggjast upp og losna úr læðingi með jarðskjálftum af og til. Þeir jarðskjálftar munu hugsanlega verða fleiri og minni en hefði orðið án niðurdælingar.

Ekki kemur fram hjá Haraldi hvort hann sé sammála því sem fram kemur í skýrslunni að smáskjálftavirknin hætti eftir því sem jafnvægi næst í þrýstingi í mæliholunum.

Greina má þó dálítið ósamræmi í skoðunum en Haraldur segir að niðurdælingin minnki núning á sprunguflötum sem hleypir að stað skjálftum. Orkuveitan telur að jafnvægi náist og smáskjálftavirknin hætti eftir því sem meira er pumpað ofan í borholurnar.

Ekki veit ég hvort þetta sér réttur skilningur en hitt má auðveldlega finna að skýrslan er rituð til að róa almenning. Ekkert hættulegt er á ferðinni.

Haraldur er ekki sammála og nefnir annað atriði sem getur verið enn hættulegra en skjálftavirknin:

Það er efnasamsetning jarðhitavökvans og affallsvatnsins. Í því eru nokkur óæskileg efni, og þar á meðal arsen, kadmín og blý, sem geta eyðilagt grunnvatn sem nýtt hefur verið til neyslu í höfuðborginni og fyrir sunnan fjall. En lagt hefur verið til að Hellisheiðarvirkjun verði stækkuð. Við mat á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar var áætlað að rennsli og niðurdæling affallsvatns tvöfaldist og yrði þá um 1100 l/s, þar af væri skiljuvatn um 800 l/s, þegar uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar yrði 303 MWe. Þá er hætt við að skjálftavirkni verði mun meiri og einnig að hættan vaxi með mengun grunnvatns. Nú er affallsvatni dælt niður í holur á um 400 metra dýpi, og er talið að það fari því neðar eða undir grunnvatn sem er tekið til neyslu. En grunnvatn höfurborgarsvæðisins og reyndar fyrir allan Reykjanesskagann er svo mikilvægt að hér verður auðvitað að sýna fyllstu varúð. En hver ber ábyrgð og hverjum má treysta? Er það Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem fylgist með?

Já, hverjum er að treysta? Ég hef áður haldið því fram að Orkuveitan hafi farið fram með offorsi á Hellisheiði og Kolviðarhóli, eyðilagt land stórt land sem eitt sinn var vinsælt til útiveru. Dreg þó ekki í efa að fyrirtækið vilji vinni heiðarlega að almannahagsmunum. Hins vegar treysti ég því ekki alveg.

Að lokum má alveg nefna það hér að hendur Orkuveitunnar eru bundnar. Fyrirtækinu er skylt að pumpa affallsvatni aftur ofan í jörðina. Sé það vanrækt er virkjunarleyfið í hættu ... 


mbl.is Eykur ekki líkur á stærri skjálftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband