Gallaður iPhone betri en aðrir símar

dsc00020.jpg

iPhone kom fyrst á markað 2007. Mikið asskoti langaði manni þá í hann. Það gekk samt ekki upp enda lokaður að mestu nema þeim löndum sem hafa aðgang að iTunes. Frá þessu skilyrði er afar dýr undantekning. Ísland er úti í kuldanum nema fyrir um 130.000 krónur. Jafnvel mér finnst það of mikill peningur fyrir gsm síma sem aðrar þjóðir fá fyrir þriðjunginn af þessari fjárhæð.

Ég verð að viðurkenna að enn langar mig í iPhone og ekki síður í iPhone4, skiptir mig engu þó einhverjir gallar kunni að vera á honum. Þeir sem ég þekki og hafa notað þennan síma segja hann frábæran. Jafnvel gallaður iPhone er sagður betri en ógallaður af annarri tengund.

Aðrir símaframleiðendur eru nú farnir að hanna og selja svipaða síma með snertiskjá og ýmis konar forritum. Það er líklega eins og að bera saman Kók og Pepsí, þýskan bjór og bandarískan, danskan mat og enskan, harðfisk og hákarl, íslenskt heiðarvatn og útlent,  ... Nei, nú er maður kominn út í tómt rugl. Ég á bara við að enginn sími kemst nálægt þeim gæðum sem iPhone hefur.

Maðurinn á myndinni skeiðaði niður í Apple umboð um leið og síminn barst þangað sem var í byrjun júlí 2007. Í augunum er undarlegur glampi og fasið ber vott um óviðráðanlegan spenning.

Síðan eru liðin þrjú ár. Tveir símar hafa farið um hendur mannsins og hvorugur þeirra líkist á nokkurn hátt hinum fræga iPhone. Spenningurinn yfir tækniþróuninni er hins vegar enn til staðar og aðdáunin á Apple hefur síður en svo beðið neina hnekki.

 


mbl.is Bæta iPhone 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er meira spenntari yfir Nexus One

Sævar Einarsson, 17.7.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Nexus one er bara one time deal, google sendir ekki frá sér annan síma, en simin er i raun sami simi og HTC legent  en eg er spentari fyrir htc desier, við hliðini á honur er iphone ensog skitur

Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2010 kl. 15:38

3 Smámynd: Steini Thorst

Verð að leiðrétta Jóhann. Nexus er basicly sami sími og Desire sem ég er by the way að nota og þetta er tær snilld. Sama design, sami skjár og sami örgjörvi, Snap dragon.

Hef aldrei notað iPhone en þeir sem ég þekki og hafa prófað hvoru tveggja iPhone og öflugan Android síma segja Android mun skemmtilegra og henta að auki mun betur hérna heima vegna þess að ekki þarf iTunes eða álíka reikning sem ekki hefur formlegt dreifingarleyfi hérlendis.

Steini Thorst, 17.7.2010 kl. 19:48

4 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Af hverju ættu menn að vilja setja gúmihulsu utan um frábærlega hannaðann Iphone 4 ?

Og gera hann þannig forljótann og chunky

Apple verður að finna aðra lausn.

Birgir Örn Guðjónsson, 18.7.2010 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband