Utanríkisráðherra í kveðjuferð

Utanríkisráðherra heldur áfram í kveðjuferð sinni til nágrannalanda Íslands. Þakkar þeim fyrir auðsýndan stuðning, hvetur þau til að ganga í ESB. Honum er tekið með kostum og kynjum enda er það með Össur sem sagt var um annan góðan mann: Hann var elskaður og dáður af öllum þeim sem ekki þekkt'ann.

Vissulega er Össur hinn vænsti maður og hann hefur verið mælskur frá því í gamla daga í Háskólanum. Þá var hann kommi, nú er hann vinstri krati. Kína hefur lengi sýnt Íslendingum vinsemd og vonandi verður þar engin breyting á þótt Össur dvelji þar lengur en í öðrum ríkjum.

Um daginn var utanríkisráðherra í Króatíu og fullyrti þá að ekkert efnahagshrun hefði orðið á Íslandi hefði landið verið hluti af ESB. Auðvitað leit hann viljandi fram hjá efnhagserfiðleikum Grikkja og annarra Miðjarðarhafsþjóða.

Meðan Össur kveður ríki heims á ríkisstjórnin hans í miklum erfiðleikum. Umhverfisráðherra vegur að iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra krefst skattahækkana, forsætisráðherra hafnar þeim. Enginn nema viðskiptaráðherra og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur ríkisstjórninni til varnar í efnahagsmálum. Forsætisráðherra ver umsóknina í ESB meðan Vinstri grænir hafna þeim. Jafnvel VG hafnar forystu formanns síns. Iðnaðarráðherra er staðinn að ósannindum. Ráðherrar Samfylkingarinnar standa berskjaldaðir en þingflokkurinn er í fríi meðan aldar óstjórnar í efnahagsmálum brenna um allt land.

Ekki furða þótt Össur farið í kveðjuferð til útlanda - ríkisstjórnin er fallin, hún veit bara ekki af því. Farið hefur fé betra.


mbl.is Kínverskur landstjóri þakkar Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband