Orkuveitan á engar hækkanir „inni“

Varla hefur nokkur starfsmaður Reykjavíkurborgar boðið af sér jafnlítinn þokka og Haraldur Flosi Tryggvason, starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, í viðtali við morgunútvarp Rásar2. Hann vissi fátt, var syfjaður, flissaði, skildi ekki spurningar og fannst greinilega ekki mikið þörf á að veita hlustendum sannfærandi svör. Í þokkabót eru spyrlar morgunútvarpsins arfaslakir og leyfa viðmælendum sínum að komast upp með alls kyns málfundaæfingar sem skila hlustendum nákvæmlega engu.

Grundvallaratriðið fyrir Orkuveituna sem og önnur fyrirtæki er að talsmenn hennar séu skýrir og greinagóðir í svörum.

Hvað þýðir að Orkuveitan „eigi eitthvað inni“ í gjaldskrárhækkunum? Er átt við að hún geti hækkað gjaldskrána um 40 eða 50% af því að tvö eða þrjú ár eru síðan það hækkaði síðast.

Undanfarin fjögur ár hafa nýjir meirihlutar í borgarstjórn látið gera úttekt á Orkuveitunni. Hvernig má það vera að staða hennar sé óljós eftir allar þessa vinnu? Eða eru borgarbúar enn að bíta úr nálinni með risahumareldi R listans og aðrar álíka gáfulegar „fjárfestingar“ R listans sáluga? Eða hafa meirihlutar tekið hagnaðinn ótæpilega úr fyrirtækinu til að greiða upp hallarekstur borgarinnar? Þetta þýðir einfaldlega að gjaldskráin hefur verið allt of há og „ekkert er lengur inni“ í hækkunum.


mbl.is Gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband