Hlaupi áin þarf löggan að hlaupa enn hraðar

„Lögreglumaðurinn vaktar ána“, segir í frétt mbl.is. Auðvitað er það einstaklega traustvekjandi að lagana vörður skuli vera við ána. Lækir og ár fara hvort eð er aldrei að lögum.

Vonandi er löggan spretthörð því ef áin hleypur þarf hann að hlaupa enn hraðar.

Nema því aðeins að hann sé staðsettur þarna til þess að halda Svaðbælisá í skefjum. Það er þá einstaklega göfugt starf en um leið vandasamt. Væntanlega fær lögreglumaðurinn laun við hæfi.

Svo segir að flutningsgeta árinnar sé frekar léleg. Ekki er gott að átta sig á því hvað átt er við. Væntanlega er meiningin ekki sú að áin geti flutt sig með örskotshraða, þ.e. hlaupið til og frá og jafnvel áfram. Þá er lögreglumaðurinn í góðum málum nema því aðeins að flutningsgeta hans sé yfir meðallagi.

Gera má þó ráð fyrir að með flutningsgetu sé átt við að hún geti flutt fullt af drullu, rétt eins og vörubíll. En nú er lítið vatn í ánni og því er „flutningsgeta hennar orðin léleg“. Þá væri gott að fá stóra gröfu með mikla staðbundna flutningsgetu svo hún flutningsgeti drulluna upp úr ánni.


mbl.is Varnargarðar styrktir við Svaðbælisá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þær eru margar hverjar stórskemmtilegar fréttirnar á mbl.is. Þessi er með þeim betri. Stundum er hreinlega erfitt að átta á því, á hvaða máli þær eru ritaðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Dingli

Vanur maður sem þekkir aðstæður og hefur eðlilega heyrn og sjón veit af stóru hlaupi sem er á leiðinni. Jafnvel í myrkri heyrir hann vel í stórhlaupi áður en það nær til hans og þarf ekki að hlaupa neitt nema kannski aðeins ofar í hlíðina°til öryggis. Væntanlega hefur hann svo síma til að vara þá við sem gætu verið í hættu.

Dingli, 21.5.2010 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband