Leirinn frá fyrra flóði er aftur flóðsmatur

100520_leifi_hlaup2.jpg

Margir halda að gjóskan á Eyjafjallajökli sé eins og súkkulaði á ís í brauðformi. Lítið þurfi til að súkkulaðið renni af ísnum. Þannig er það áreiðanlega ekki.

Það sem gerðist í Svaðbælisá er tiltölulega einfalt. Í fyrsta lagi hefur verið óskaplega mikið af leir og eðlju eftir í farveginum eftir hlaupið í upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli. Þetta má greinilega sjá á myndum Leifa Eggertssonar, en hann er bróðir bóndans á Þorvaldseyri, Ólafs.

Leifi gekk upp með Svaðbælisá rétt eftir að hlaupið í upphafi goss. Hann tók þar frábærar myndir sem sjá má á vefsvæðinu http://www.flickr.com/photos/leifi. Raunar eru miklu fleiri myndefni á þessu vefsvæði. Allt afskaplega áhugavert .am.k. það sem viðk eur gisinu og nágrenni Þorvaldseyrar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hversu gríðarlegt magn varð eftir að loknun flóðinu. 

Á mörgum þessara mynda má sjá hversu gífurlegur aurinn var í flóðinu. Þessi aur sat svo eftir þegar gosið hætti sunnan megin við toppgíginn. Í vætutíðinni upp á síðkastið verða vatnavextir í öllum ám og líka Svaðbælisánni. Eðlilega heldur eðjan áfram að renna.

Svo er það ábyggilega rétt sem fram kemur hjá jarðfræðingum að þar sem mjög mikill halli er á jökli vaskast gjóskan með vatninu niður í árnar. Það er þó langt í frá að öll gjóskan á jöklinum renni af honum rétt eins og súkkulaðið af ísnum. Hér er ólíku saman að jafna.

Og nú fer ég og fæ mér ís með dýfu.


mbl.is Ekki von á stórum eðjuflóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband