Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Ekkert mark tekið á þeim sem ferðast um landið

DSC_0359 - Version 2

Náttúra landsins eru engin einkamál vinstri manna, hún er okkar allra. Það sannaðist svo eftir var tekið á fundi Sjáflstæðisflokksins í gærkvöldi undir yfirskriftinni: „Íslensk náttúra lokuð Íslendingum?“ Á honum voru nær eingöngu fulltrúar útivistarfélaga á landinu. 

Sláandi var að heyra hvernig samráð stjórnvalda, „hinni opnu stjórnsýslu og norrænnar velferðar“, hafa verið tíðkuð.

Umhverfisráðuneytið bjó til rit sem á að vera grunnur um löggjöf til vernar náttúru Íslands og ber nafnið hvítbók.

Þrátt fyrir stór orð um opna stjórnsýslu, samráð og öll önnur falleg orð, var ekkert mark tekið á ótal umsögnum Samtaka útivistarfélaga um þetta rit. Þess í stað var hvítbókin samin af fólk sem þekkti meira til stjórnsýslu en til hálendis Íslands. Í þokkabót virðist sem að umhverfisráðuneytið hafi týnt umsögnum Samút.

Innan Samtaka útivistarfélaga eru um 30 til 40.000 manns. Þeir sem þar hafa valist til forystu vinna öll sín störf án endurgjalds. Athygli vekur að umhverfisráðherra telur sig ekki þurfa að leita ráða til þessa fólks sem þó býr yfir gríðarlega miklum upplýsingum um landið. Í sannleika sagt er leitun að meiri umhverfisverndunarfólk en því sem notar landið, ferðast um það og vill ekkert frekar en að vernda það og varðveita handa ókomnum kynslóðum.

Stjörnvöld sýna þessu fólki óvirðingu, leitar ekki samráðs við það fyrr en verkefnum er lokið og þá er lítið mark tekið á þeim.

Þeir sem hæst gapa um samráð og opna stjórnsýslu efna ekki loforð sín heldur reyna hvað þeir geta til að fela það sem verið er að gera. 

 


Gamli rússakomminn orðinn gegnheill bjúrókrat

Er þetta ekki bráðfyndið og hversu mikill er ekki viðsnúningurinn? Þorgrímur Þráinsson, vinsæll rithöfundur, fær ekki starfslaun rithöfunda. Valdið sjálft sem Birna Þórðardóttir, gamli rússakomminn og fyrrum atvinnumaður árásum á íslenska stjórnskipun, er formaður stjórnar listamannalauna. Og hún kann að tala eins og eðal-bjúrókrat: Computer says NO.

Með þótta segir Birna í Morunblaðinu í morgun:

Það er ekkert óeðlilegt að þeir séu lítt glaðir sem ekki fá úthlutað. Þetta er faglegt mat úthlutunarnefndar og ég set ekki spurningarmerki við það,« segir hún.

Mikilvægt sé að hafa í huga að launasjóðurinn sé samkeppnissjóður um ákveðin verkefni sem umsækjendur ætli að vinna að en ekki sé verið að verðlauna fólk fyrir vel unnin störf. »Þetta er takmarkað fjármagn og það fá mun færri en kannski ættu það skilið,« segir Birna. 

Samkeppnissjóður ...? Og málsvari hans er sósíalistinn, fylkingarmaðurinn, herstöðvarandstæðingurinn og atvinnumótmælandinn Birna Þórðardóttir. rithöfundar eiga sem sagt að keppa um athygli stjórnarmanna í „samkeppnissjóðnum“.

Faglegt mat. Set ekki spurningamerki við það. Takmarkað fjármagn. Færri fá en eiga skilið.

Og Þorvaldur tapaði bara ... Eða skyldi nú staðan vera þannig að hann hafi aldrei átt upp á þetta fræga pallborð listamannaelítunnar. Og hvers konar lögmálum skyldi samkeppnin lúta við starfslaun rithöfunda eða annarra listamanna?


Sú köllun að níða af náunganum æruna ...

Auðvitað á maður ekki að setja sig á háan hest og prédika einhverja siðbót yfir samborgurum sínum. Stundum getur maður þó ekki orða bundist og undrast heiftina og mannvonskuna sem stundum grípur fólk í þjóðfélagsumræðunni.En það er hins vegar sjaldnast það versta. Ljótast er að komast að því að sumir byggja ekki skoðanir sínar á staðreyndum og málavöxtum heldur einhverju allt öðru. Manni dettur í hug frumstæð viðbrögð sem eiga ekkert skylt við hugsun. Öskra og berja frá sér, skoða síðan, þetta sem síðar varð „skjóta og spyrja svo“. Ef til vill erum við öll þannig að meira eða minna leyti.
 
Pétur Blöndal á Morgunblaðinu er góður blaðamaður og hefur ótvíræða hæfileika á ritvellinum. Hann segir í morgun í litlum pistli í opnu blaðsins um þetta mál (leturbreytingar eru mínar):
 
En þeir eru þó til sem hafa fyrir löngu skilgreint sannleikann sín megin í lífinu eða láta hann að minnsta kosti ekki þvælast fyrir sér. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin; réttvísin er alltaf þeirra megin girðingar. Og svo sannfærðir eru þeir um ágæti eigin dómgreindar að þeir veigra sér ekki við að fordæma aðra.
Það er munur að þykjast þess umkominn að hafa vit fyrir öðrum, annað að líta á það sem köllun sína að svíða af náunganum æruna.
 
Og síðar í sömu grein:
 
Maður getur ekki annað en undrast natnina og útsjónarsemina þegar þessir hálfguðir níða skóinn af samborgurum sínum, hversu mikla vandvirkni og natni þeir leggja í ærumeiðingarnar; á hversu vönduðu máli þeir rægja náungann, hversu grimmdin fær sakleysislegt yfirbragð undir geislabaugnum, hversu hvítþvegin samviskan verður um leið og aursletturnar ganga yfir aðra. 

Má taka í notkun ný örnefni?

DSC_0177 - Version 2

Í nokkur misseri höfum tveir félagar, Óli Þór Hilmarsson og ég, unnið að gerð göngukorts sem tekur yfir svæðið í kringum Strút, skála Útivistar skammt norðan við Mælifellssand, norðan Mýrdalsjökuls. Þar er ægifagur svæði eins og meðflylgjandi myndir gefa vísbendingar um.

Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta hér er að menn eru ekki á eitt sáttir um þá hugmynd okkar að kalla svæðið Strútsland til að marka það á einhvern hátt í huga göngufólks.

Í texta kortsins segjum við eftirfarandi:

Mælifell stendur fyrir miðjum sandinum sem hann er kenndur við. Þau eru mörg fjöllin sem bera þetta nafn. Flest eru auðþekkjanleg, keilulöguð og sjást langt að. Nafnið hafa þau að öllum líkindum fengið vegna þess að þau auðvelduðu hér áður fyrr ferðalög, voru nokkurs konar mælieining á vegferð gangandi eða ríðandi fólks. 

DSC_0293 - Version 2

Enn stendur fjallið á Mælifellssandi fyrir sínu því skammt fyrir norðan það opnast stór dalur sem markast í norðri af Torfajökli og að austan því tignarlega fjalli sem nefnist Strútur. 

Dalurinn er nafnlaus en mætti allt eins heita Strútsdalur enda hjálpa örnefni til, með þeim er auðveldara sé að átta sig á staðsetningu og umhverfi. 

Strútsland mætti nefna það land sem afmarkast í norðri af Torfajökli, í vestri Kaldaklofi, í austri Svartahnúksfjöllum og í suðri af Mælifellssandi. Hér á eftir verður lýst nokkrum gönguleiðum á þessu svæði og nafngiftin er til hægðarauka, göngufólki til skýringar og aðstoðar. Varla er það nein goðgá þó gripið sé til Bessaleyfis enda bendir allt á þessum slóðum til Strúts.

DSC_0031 - Version 2 (2)

Næstum innst inni í Strútsdal er skáli Útivistar sem í daglegu tali er nefndur Strútsskáli ... 

Þarna höfum við tvö tilbúin nöfn, Strútsland og Strútsdalur. Ekki er verið að reyna að útrýma neinum öfnefnum aðeins að gera landlýsinguna fylltri og auðveldari.

Nú væri gaman að fá viðbrögð frá lesendum þessara lína, hvort þeim huggnist svona tilraun eða leggist algjörlega gegn þeim.

DSC_0361 - Version 2

Flestir vita að örnefni tapast eftir því sem kynslóðir hverfa og þannig hefur það áreiðanlega verið frá upphafi. Menn hafa nefnt staði, kynslóðir geymt örnefnin, gleymt sumum, búið til önnur. Skaðinn er hins vegar ekki mikill fyrr en með breyttri landnotkun. Þar af leiðandi hefur gildi örnefna aukist, ekkert mun koma í stað þeirra sem tapast vegna þess að notkun landis er að breytast hröðum skrefum.

Eigendur hafa ekki nú sömu þörf fyrir örnefni, landslagið liggur ljóst fyrir á kortum og punktum og svo hroðalega framtíðarsýn gæti blasað við að staðir beri einungis tölur en ekki nöfn. 

DSC_0140

Má nefna staði sem ekkert nafn bera? Hin breytta landnotkun felur t.d. í sér að ferðamönnum fjölgar og þeir hafa annan skilning og aðra þörf fyrir örnefni en fjárbændur og hestamenn liðins tíma.

Ekkert er þó til um ný örnefni, leyfi fyrir þeim eða viðurkenningu. En það má þó alltaf leggja hluti til þó svo að ný örnefni fari ekki á opinber kort Landmælinga Íslands.


Tvö örnefni með tilvísun í tvennt

Örnefni eru dálítið áhugamál hjá mér. Fyrr í dag var ég að vinna við leiðarlýsingar og kom að tveimur örnefnum sem fólk er sífellt að leiðrétta mig með. Ég hef þó ekki látið segjast enda hef ég svo ágætar heimldir fyrir mínu máli. Bæði eiga þau það sameiginlegt að þau eiga við tvennt af hvoru.

Sleggjubeinaskarð 

Sleggjubeinaskarð

Ganga á Hengil getur hafist í Sleggju-beinadal en þar var áður fyrr skáli og skíðasvæði Víkings en er nú aflukt og einangrað svæði í gíslingu Orkuveitur Reykjavíkur. Það breytir því ekki að enn er sæmilegt að hefja gönguna þar og halda upp í Sleggjubeinaskarð og Innstadal.

Á landakortum stendur Sleggjubeinsdalur og sömuleiðis er nafn skarðsins miðað við eina Sleggju. Þær eru engu að síður tvær. Þetta benti Eysteinn Jónsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, mér á eitt sinn er ég átti við hann tal á útgáfuárum mínum. Hins vegar er miklu algengara að talað sé um Sleggjubeinsskarð. Ég ákvað að reyna að finna einhverjar heimildir í greinasafni timarit.is og þetta er meðal annars árangurinn

Í Morgunblaðinu frá 1916 er ferðasaga eftir ókunnan höfund og segir í henni: 

Þegar klukkan var rúmlega eitt um miðnætti lögðum við af stað upp fjallið. Við gengum upp Sleggubeinsdal, sem liggur í norð-austur af Kolviðarhól, milli Húsmúla og Skarðsmýrarfjalls. Þá er fyrst komið á fjallshrygg er Sleggja nefnist og þaðan ofan í grænan dal, sem kallaður er Innstidalur.

Í árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1937 er grein um Örnefni í Henglinum eftir Þorsteins Bjarnason frá Háholti. Hann segir meðal annars í greininni: 

Inn í útsuður-hlíð Hengilsins gengur Engidalur (41) ; er hann á milli Marardals og Húsmúlans (42). Í Engidal er Nautastígur (43). Þá eru Sleggjubeinsdalir (44) ; þeir liggja inn í útsuðurhorn Hengilsins; upp af dölunum eru Lambahryggir (45). 

í Fálkanum frá því 1945 segir:

Innstidalur er sléttur og botnbreiður, og grösugur á sumrum afar hallalítill allaleið frá Sleggjubeinshálsi og inn undir hveri.  

Á myndinni er horft inn Sleggjubeinadal. Fullyrða má að einhvern tímann hafi hann litið betur út en undir oki Orkuveitunnar. Sleggjubeinaskarð er vinstra megin en á myndinni sjást ekki sleggjurnar.

Hattafell

Hattafell

Víða á kortum stendur að fjallið norðan við Markar-fljótsgljúfur og vestan við Emstrur heiti Hattfell. Það er rangt því hattarnir eru tveir. Þetta lagði gamall vinur minn, Olgeir Engilbertsson, mikla áherslu á einhvern tímann er við vorum þarna á ferð í gamla Víboninum hans.

Raunar er það nú að á kortum Landmælinga er örnefnið rétt ritað. Sé hins vegar leitað heimilda á timarit.is eru langtum fleiri tilvísanir í Hattfell. Aðeins fimm eru í Hattafell og svo merkilega vill til að ég á eina þeirra, þ.e. grein í Morgunblaðinu um gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur frá 1985. Skárri heimildarmann á þeim vettvangi fann ég sem sagt ekki nema sjálfan mig ...

Raunar háttar svo til að efst í fjallinu eru tveir kollar sem mættu svo sem líkjast höttum, annar en mun stærri en ekki má gleyma þeim minni.

Verstur fjárinn að ég fann enga tiltæka mynd af Hattafelli nema þessi hér að ofan. Hún var tekin fyrir tíu árum af Eyjafjallajökli og horft er í norður með miklum aðdrætti. Hattafellið er lengst til vinstri, Stóra-Súla fyrir miðju og Kaldaklofsfjöll ber hæst, svo eitthvað sé nefnt.


Ámenningar, hvað er nú það?

Hvað skyldu þessar ámenningar vera? Ekki á blaðamaðurinn við áminningar? Neeei, varla.

Bannað er að hlaupa á menn. Bannað að fara uppá menn ... Úps! Best að fjölyrða ekki meira um þetta. Ómar Ragnarsson ætti nú að nota tækifærið og yrkja smellna vísu. Hún verður þó að vera siðsöm svo hann fái ekki ámenningu fyrir hana.

[Og svo sá blaðamaður sig um hönd og breytti ámenningum í áminningar. Þarf þá enginn að velkjast í vafa um hvað fréttin fjallar] 
mbl.is Deildum á Íslandsmótinu fjölgað í fimm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími kominn til að biðja guð að hjálpa sér

Ég las með athygli og einnig vaxandi undrun grein Þjóðverjans Joschka Fischers, fyrrverandi þingmanns og ráðherra. Hún er holl lesning jafnt fyrir okkur sem leggjumst eindregið gegn aðild Íslands að ESB sem og þeirra sem styðja hana. Þarna talar maður sem hefur glögga yfirsýn og reynir að átta sig á pólitísku landslagi í Evrópu.

Fischer gerir að umtalsefni ólguna innan sambandsins og ástæður hennar. Hann er ekki alltof stoltur af framgöngu þýskra stjórnvalda, ræðst raunar harkalega á þau. Forusta Evrópusambandið sé komið úr tengslum við almenning og hann hefur litla trú á að evrunni verði bjargað. Hann segir varar við því hættu á pólitísku ójafnvægi:

Efnahagur ríkja Evrópusambandsins er að öllum líkindum á leið inn í langvarandi samdráttarskeið, að miklu leyti fyrir eigin tilverknað ríkjanna. Þýskaland reynir enn að berjast gegn vofu ofurverðbólgunnar með harkalegu aðhaldi á evrusvæðinu en ESB-lönd í kreppu horfa fram á raunverulega hættu á verðhjöðnun sem gæti hugsanlega haft skelfilegar afleiðingar. Það er aðeins spurning um tíma – og ekki lengur langan tíma – hvenær efnahagslegt ójafnvægi fer að valda pólitísku ójafnvægi.

Sé langvarandi kreppa í aðsigi í Evrópu er ástæða fyrir Íslendinga að staldra við svo háðir erum við útflutningi til Evrópu að við gætum lent í verulegum vandræðum.

Eftir því sem Fischer segir er sambandið að vanmeta almenning, þjóðirnar, og kröfu þeirra um fullveldi.

Ólgan vex stöðugt í Miðjarðarhafslöndum ESB og í Írlandi, ekki einvörðungu vegna þess að aðhaldsaðgerðir eru farnar að bíta heldur líka – og kannski enn frekar – vegna þess að ekki er boðið upp á neina stefnu sem veitir almenningi von um betri framtíð. Ráðamenn í Berlín vanmeta gróflega sprengikraftinn í þróun mála sem stendur, þróun sem hnígur í átt að því að fullveldi aðildarríkjanna verði smám saman endurheimt fyrir tilstuðlan almennings.

Og Fischer rekur stöðu mála í einstökum löndum. Hann varar við því að ítalska ríkisstjórnin gæti fallið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Frakkar gætu fengið það á tilfinninguna „... að verið sé að þröngva upp á þá stefnu sem komi að utan – og frá Þýskalandi af öllum löndum! – munu þeir svara með hefðbundinni þrjósku Gallanna.

Niðurstaða Fischer er einfaldlega sú að enginn stjórnmálaflokkur mun leggja neitt það til sem ógnar kosningaárangri hans:

Upplausn Evrópu er þegar komin mun lengra á veg en hún lítur út fyrir að vera. Tortryggni og eiginhagsmunasýki einstakra þjóða breiðast hratt út og brýtur niður evrópska samstöðu og sameiginleg markmið. Hvað snertir stofnanir sambandsins hafa þær verið á réttri braut frá síðasta leiðtogafundi en hættan er að sambandið gliðni í sundur, fyrst að neðan og síðan upp á við. 

Eiginlega fær maður það á tilfinninguna að þau vandamál sem Fischer nefnir séu svo hrikaleg og erfið að vonlaust sé að Evrópusambandið nái því gengi sem ætlað er. Og hver skyldi ástæðan vera? Jú, almenningur samsamar sig sem þegna ákveðinna ríkja, ekki ríkjabandalags, og ríkin eru öll svo óskaplega ólík.

Og nú mættu margir ESB sinnar að dæmi séra Sigvalda í Manni og konu sem sagði þegar undirferli hans var endalega komið í ljós: Það held ég að sé nú kominn tími til að biðja guð að hjálpa sér. 


Þolinmæði og umburðarlyndi

Sú þrönga sýn sem Snorri Óskarsson virðist hafa á samkynhneigð er síður en svo óalgeng. Hún finnst til dæmis víða í Bandaríkjunum og er raunar auðveldast að benda á frambjóðendur í forvali Republikanaflokksins sem margir hverjir hafa nákvæmlega sömu skoðun og Snorri og taka jafnvel enn dýpra í árinni.

Ekki þekki ég Snorra og er ekki sammála honum. En viðtalið leiðir hugann að skoðunum fólks. Þetta er nú bara mín skoðun,“ segir fólk um ólíklegustu mál og það þykir gott og gilt, allir hvattir til að tjá skoðun sína. En hvað gerist svo þegar einhver virðist ganga gegn meginstraumnum?

Maður sem trúar sinnar vegna getur ekki samþykkt samkynhneygð er úthrópaður. Sá sem er á móti náttúruvernd og fylgjandi óheftri virkjanastefnu verður fyrir aðkasti. Brosað er meðumkunarlega við gamla Stalínistanum en við fyllumst vanþóknun á fasistanum. Og svona má lengi telja.

Mér finnst ósköp eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðanir en hef jafnframt þá djúpu sannfæringu að skynsamar rökræður séu betri en að vega að persónum, svipta það starfi sínu eða útiloka á einhvern hátt. Svo er það auðvitað líka svo að málefnin eru mismunandi og þolinmæði og umburðarlyndi fólks er mikil takmörk sett. Í mörgum tilvikum er það slæmt.


mbl.is Hvorki fordómar né hatursáróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik Vinstri grænna í norrænni velferðarstjórn

Siðferðilegt staða Vinstri grænna á Alþingi felst í því að ganga gegn flokkssamþykktum og niðurlægja samstarfsmenn. Samviska vinstri grænna á Alþingi er hins vegar afskaplega slæm eins og eftirfarandi upptalning leiðir í ljós:

  1. Flokkurinn styður aðlögunarviðræður við ESB þvert á flokkssamþykktir 
  2. Aðgerðarleysi í skuldamálum heimilanna þvert á flokkssamþykktir
  3. Tvisvar sinnum hafnaði þjóðin Icesave samingum VG og Samfylkingarinnar. 
  4. Í siðuðum löndum hefðu ríkisstjórnir sagt af sér eftir eitt tap í þjóðaratkvæðagreiðslu
  5. Þingmenn og ráðherrar flokksins hafa engin ráð gegn atvinnuleysinu
  6. Þrír þingmenn hafa sagt sig úr þingflokknum vegna vinnubragða forystunnar
  7. Djúpstæður málefnalegur klofningur er í því sem eftir er af þingflokknum
  8. Flokkurinn studdi loftárásir á Líbýju þvert á flokkssamþykktir
  9. Flokkurinn hótaði rannsókn á meintum stuðningi við innrásina í Írak en sveik það
  10. Flokkurinn hótaði tillögu um úrsögn úr Nató en hefur ekki gert það
  11. Flokkurinn barðist gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðunum í stjórnarandstöðu en gafst upp í stjórn
  12. Þarf að rifja upp Magmamálið?
  13. Flokkurinn stóð að því að milljaðar voru lagðir inn í Sjóvá án nokkurrar heimildar Alþingis
  14. Fjármálaráðherra leyfði byr og Spkef að starfa án þess að uppfylla lögmbundnar eiginfjárkröfur
  15. VG stóð að því að selja huldumönnum Íslandsbanka og Arion banka, mesta einkavæðing sögunnar
  16. Um 350 forystumenn og flokksbundnir hafa sagt sig úr VG síðustu þrjú árin
  17. Ríkisstjórnin sendi Hæstarétti fingurinn með því að stofna til stjórnlagaráðs eftir ógildingu kosningar um stjórnlagaþing
  18. VG stóð að því að kenna ríkisstjórnina við norræna velferð. Ekkert hefur reynst fjarri lagi.
  19. VG hefur lagt þingmenn í einelti
Er nóg upp talið eða má bæta við? Í ljósi ofangreinds vekur furðu að formaður þingflokks VG skuli yfirleitt tjá sig um siðferðileg mál hvað þá meinta siðbót í öðrum flokkum. 

 


Næstbesti kosturinn í meirihlutaviðræðunum

Margir „fullorðnast“ hratt og læra að verða pólitíkusar á augabragði. Skiptir engu þó hinir sömu hafi talað hæst um nauðsyn siðbótar, spillingu og sitthvað svona um heilagleika annarra en hinna. Einn þessara manna er Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstabesta flokksins í Kópavogi.

Hjálmar skrifar langa grein í Morgunblaðinu í morgun. Langloka er kannski næstbesta nafnið á greininni. Ég ætlaði varla að nenna að lesa hana enda er greinin síst af öllu árennileg: Höfundur nota til dæmis ekki millifyrirsagnir og er ótrúlega spar á greinaskil. Slíkar blokkir fara yfirleitt framhjá lesendum þrátt fyrir að myndin af manninum sé jafn aðlaðandi og af republikana í forsetaframboði í Bandaríkjunum (að lopapeysunni undanskilinni).

Verst er þó að Hjálmar er ekki málefnalegur í greininni sem hann skrifar í krónólógíu stíl, rekur atburði eftir hentugleikum, amast ýmist við uppnefnum eða notar þau sjálfur. Hann telur sig ekki vilja setjast í dómarasæti yfir neinum manni en gerir það þó.

Hjálmar átti líklega mestan þátt í að fyrri meirihluti sprakk, hann gat ekki myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Kópavogslistanum. Hvað getur hann þá eiginlega? Er engin málefnaleg taug í manninum? Er þetta allt saman grín og spé rétt eins og hjá Jóni Kristinssyni í Reykjvík? 

Staðreyndin er einfaldlega sú að flokkar í fyrri meirihluta gátu ekki unnið saman. Hjálmar á sína sök á því. Hann gat farið í meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, vissi þó fyrirfram um dómsmálið gegn Gunnari Birgissyni og Ómari Stefánssyni. Eitthvað annað hlýtur þó að hafa fælt manninn frá viðræðunum en þeir Gunnar og Ómar.

Nú er staðan hins vegar sú að Hjálmar var greinilega næstbesti kosturinn í meirihlutviðræðunum. eins og svo oft áður var hægt að mynda meirihluta án hans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband