Sú köllun að níða af náunganum æruna ...

Auðvitað á maður ekki að setja sig á háan hest og prédika einhverja siðbót yfir samborgurum sínum. Stundum getur maður þó ekki orða bundist og undrast heiftina og mannvonskuna sem stundum grípur fólk í þjóðfélagsumræðunni.En það er hins vegar sjaldnast það versta. Ljótast er að komast að því að sumir byggja ekki skoðanir sínar á staðreyndum og málavöxtum heldur einhverju allt öðru. Manni dettur í hug frumstæð viðbrögð sem eiga ekkert skylt við hugsun. Öskra og berja frá sér, skoða síðan, þetta sem síðar varð „skjóta og spyrja svo“. Ef til vill erum við öll þannig að meira eða minna leyti.
 
Pétur Blöndal á Morgunblaðinu er góður blaðamaður og hefur ótvíræða hæfileika á ritvellinum. Hann segir í morgun í litlum pistli í opnu blaðsins um þetta mál (leturbreytingar eru mínar):
 
En þeir eru þó til sem hafa fyrir löngu skilgreint sannleikann sín megin í lífinu eða láta hann að minnsta kosti ekki þvælast fyrir sér. Þeir þurfa ekki að kynna sér málin; réttvísin er alltaf þeirra megin girðingar. Og svo sannfærðir eru þeir um ágæti eigin dómgreindar að þeir veigra sér ekki við að fordæma aðra.
Það er munur að þykjast þess umkominn að hafa vit fyrir öðrum, annað að líta á það sem köllun sína að svíða af náunganum æruna.
 
Og síðar í sömu grein:
 
Maður getur ekki annað en undrast natnina og útsjónarsemina þegar þessir hálfguðir níða skóinn af samborgurum sínum, hversu mikla vandvirkni og natni þeir leggja í ærumeiðingarnar; á hversu vönduðu máli þeir rægja náungann, hversu grimmdin fær sakleysislegt yfirbragð undir geislabaugnum, hversu hvítþvegin samviskan verður um leið og aursletturnar ganga yfir aðra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband