Gamli rússakomminn orðinn gegnheill bjúrókrat

Er þetta ekki bráðfyndið og hversu mikill er ekki viðsnúningurinn? Þorgrímur Þráinsson, vinsæll rithöfundur, fær ekki starfslaun rithöfunda. Valdið sjálft sem Birna Þórðardóttir, gamli rússakomminn og fyrrum atvinnumaður árásum á íslenska stjórnskipun, er formaður stjórnar listamannalauna. Og hún kann að tala eins og eðal-bjúrókrat: Computer says NO.

Með þótta segir Birna í Morunblaðinu í morgun:

Það er ekkert óeðlilegt að þeir séu lítt glaðir sem ekki fá úthlutað. Þetta er faglegt mat úthlutunarnefndar og ég set ekki spurningarmerki við það,« segir hún.

Mikilvægt sé að hafa í huga að launasjóðurinn sé samkeppnissjóður um ákveðin verkefni sem umsækjendur ætli að vinna að en ekki sé verið að verðlauna fólk fyrir vel unnin störf. »Þetta er takmarkað fjármagn og það fá mun færri en kannski ættu það skilið,« segir Birna. 

Samkeppnissjóður ...? Og málsvari hans er sósíalistinn, fylkingarmaðurinn, herstöðvarandstæðingurinn og atvinnumótmælandinn Birna Þórðardóttir. rithöfundar eiga sem sagt að keppa um athygli stjórnarmanna í „samkeppnissjóðnum“.

Faglegt mat. Set ekki spurningamerki við það. Takmarkað fjármagn. Færri fá en eiga skilið.

Og Þorvaldur tapaði bara ... Eða skyldi nú staðan vera þannig að hann hafi aldrei átt upp á þetta fræga pallborð listamannaelítunnar. Og hvers konar lögmálum skyldi samkeppnin lúta við starfslaun rithöfunda eða annarra listamanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband