Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Hefđum átt ađ fara bil beggja á landsfundi

Ég hef ágćtan skilning á skođunum ţeirra sem hlyntir eru ESB ţó svo ađ ég sé ekki í ţeirra hópi. Á landsfundi Sjálfstćđisflokksins hefur hingađ til veriđ reynt ađ fara bil beggja, sćtta sjónarmiđ svo fólk međ andstćđar skođanir í einstökum málum geti unađ viđ sitt. Og raunar er ţađ svo ţó skil verđa í vissum málum er ţađ grundvallarskođanir sem sameina.

Á landsfundinum tókst ţetta ekki. Ţrátt fyrir mjög  góđa viđleitni formanns flokksins og annarra reyndust ungir Sjálfstćđismenn hávćrari og ákafari ađ koma skođunum sínum á framfćri og lögđu minna upp úr samheldni. Ţađ er slćmt og ungum Sjálfstćđismönnum ekki til framdráttar.

Engu ađ síđur geta Sjálfstćđismenn vel viđ unađ. Landsfundurinn tókst afskaplega vel og var í alla stađi ánćgjulegur. Málefnastarfiđ var međ nýju sniđi. Međ ţví blönduđustu landsfulltrúar vel innbyrđist og skyndilega kynntist mađur fólki sem ađ öđrum kosti mađur hefđi aldrei náđ ađ tala viđ. 


mbl.is ESB-ađildarsinnar héldu illa á málstađ sínum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Viđskiptaráđherra rakkar enn niđur bankakerfiđ

Ţađ er nöturlegt ađ fylgjast međ viđskiptaráđherra rakka niđur bankakerfiđ í landinu. Hann telur ţađ svo illa statt ađ ţađ ţoli ekki réttlćti Hćstaréttar og ţví vćri betra ađ ţola ranglćti fjármögnunarfyrirtćkjanna.

Ţetta eru stórmerkilegar yfirlýsingar frá einum ađ leiđtogum búsáhaldabyltingarinnar.

Engu ađ síđur hefur Íslandsbanki og Arion banki lýst ţví yfir ađ efnahagur ţeirra myndi ţola afnám gengistryggingarinnar. Ţetta hefur Landsbankinn ekki gert og bendir ţađ til ađ ríkisstjórnin beri hag hans sér fyrir brjósti. Ţar af leiđandi vćri líklegast réttast ađ hirđa ţetta smárćđi sem mađur á í bankanum og fćra yfir í hina bankana.

Enn hefur ekkert ađ viti komiđ frá forsćtisráđherra og fjármálaráđherra um máliđ. Ţau etja viđskiptaráđherra og seđlabankastjóra á forađiđ í ţeirri von ađ ţađ gefi óréttlćtinu einhverja vigt og ekki falli neitt á ímynd ţeirra sem málasvarar litla mannsins. Síđar, ţegar heimilin eru komin út á götu til mótmćla,geta ţau svo komiđ fram og haldiđ ţví fram ađ ţau hafi alla tíđ veriđ á móti ţví ađ krukka í dóm Hćstaréttar.

Svona liđ leiđir nú ţessa ţjóđ, tćkifćrissinnar og liđ sem fyrir löngu hefur týnt eldmóđi sínum og til hvers ţeir sitja í ţeim stólum sem ţeir verma nú svo ţćgilega um ţessar mundir. Sá tími styttis nú óđum.


mbl.is Of ţungt högg á kerfiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćtlar Jóhanna ađ „leiđrétta“ dóm Hćstaréttar?

Ćtlar Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra og formađur Samfylkingarinnar, ađ standa fyrir lögum sem „leiđrétta“ eiga dóm Hćstaréttar?

Afsakiđ, en ég get ekki annađ en spurt, ţví ég er eiginlega agndofa.

Ćtlar hún ađ breyta međ lögum skilmálum skuldabréfa á kostnađ lántakenda og til hagsbóta fyrir banka og fjármögnunarfyrirtćki?

Síđan hvenćr er ţađ hlutverk alţingis ađ breyta dómum Hćstaréttar? Síđan hvenćr hefur löggjafarvaldinu veriđ heimilađ ađ breyta einhliđa löglegum gerningum milli tveggja ađila? Hvađa fordćmi skapast fyrir vikiđ?

Getur Alţingi til dćmis ákveđiđ ađ vextir á skuldabréfum bílalána verđi hćrri ef bíllinn sé međ tiltekna vélarstćrđ? Getur Alţingi ákveđiđ ađ afborganir skuli vera hćrri á löngum lánum en lćgri á stuttum?  

Er enginn endir fyrirsjáanlegur á vitleysisgangi ríkisstjórnarinnar? Ţađ er ekki nóg međ ađ ríkissstjórnin skattleggi ţjóđina fram í rauđan dauđann heldur ćtlar hún ađ hirđa réttmćta breytingu af skuldurum myntlána og afhenda ţá fjárhćđ bönkum og fjármögnunarfyrirtćkjum sem ţó eru ekki á hausnum ađ eigin sögn. Hvađa óvissu er ţá konan ađ tala um? Er Landsbankinn á leiđinni á hausinn? Hann er eini ríkisbankinn eftir ţví sem ég best veit. Hinir hafa gefiđ út yfirlýsingu um stönduga stöđu sína.


mbl.is Óvissunni verđi eytt sem fyrst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvers konar vitleysisgangur er í ríkisstjórninni?

Skelfing er hann Gylfi Magnússon, viđskiptaráđherra, fyrirsjáanlegur. Tók fólk eftir leikritinu sem ríkisstjórnin setti upp eftir dóm Hćstaréttar. Seđlabankastjóra var fyrstum ýtt á forađiđ og síđan var byltingaleiđtoga búsáhaldabyltingarinnar fórnađ enda á hann ekki framtíđ fyrir sér sem ráđherra.

Stjórnmálaleiđtogarnir, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurđardóttir, hafa hins vegar haldiđ sér til hlés. Ímynd ţeirra sem málsvarar litla mannsins í ţjóđfélaginu má ekki breytast. Ţau gćta sín á ţessu og beita öđrum fyrir sig.

Hins vegar kann ađ verđa önnur bylting í ţjóđfélaginu ef ríkisstjórnin ćtlar ađ fara ađ krukka í dóm hćstaréttar. Ţá fara menn út á götur og ég ţori ađ veđja ađ búsáhöld verđa ţá ekki brúkuđ.

Hvađa viti bornum manni dettur í hug ađ „leiđrétta“ niđurstöđu Hćstaréttar? Sú „leiđrétting“ getur aldrei veriđ nema á kostnađ ţeirra sem unnu máliđ og til hagsbóta fyrir ţá sem töpuđu.

Og hvert er ţađ vandamál sem leiđtogi búsáhaldabyltingarinnar telur ađ dómurinn skapi? Gćti veriđ ađ fólk fengi til baka ţá peninga sem ţađ hefur ofgreitt? Er ţađ óréttlćti ađ myntörfulánin reynast allt í einu hagstćđari en almenna innlenda verđtryggingin?

Og hvađ međ ţađ? 

Viđskiptaráđherra er nú orđinn insti koppur í búri bjúrókratismans og er fyrir löngu búinn ađ missa sjónar af ţví ađ enn, rúmum tveimur árum eftir hruniđ, berst fólk enn fyrir réttlćti og sanngirni. 


mbl.is Samningsvextir haldist ekki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Peningana úr bönkunum og undir koddann

Í ljósi ummćla viđskiptaráđherra og seđlabankastjóra um ađ bankakerfiđ geti ekki ţolađ afleiđingar dóms Hćstaréttar um myntkörfulánin ţá má álykta sem svo ađ innistćđur almennings séu í stórkostlegri hćttur og ástćđa til ađ geyma peningana frekar undir koddanum en í bönkum.

Samtök lánţega hafa samiđ athyglisverđa ályktun um ţetta efni:

Samtök lánţega vilja koma eftirfarandi viđvörun á framfćri í kjölfar ummćla Gylfa Magnússonar efnahags- og viđskiptaráđherra, og Más Guđmundssonar seđlabankastjóra, ţess eđlis ađ bankarnir ţoli ekki afleiđingar eigin lögbrota.

Taliđ er ađ innistćđur í bönkum landsins telji um 2.200 milljarđa og í ljósi ţess ađ bćđi efnahags- og viđskiptaráđherra sem og seđlabankastjóri landsins telja ađ bankarnir séu ađ falli komnir, vilja Samtök lánţega hvetja innistćđueigendur til ađ forđa fjármunum sínum í betra og öruggara skjól.

Áhyggjur Samtaka lánţega helgast af ţví ađ áđur hefur kostnađi viđ heildartryggingu á innistćđum veriđ ýtt yfir á skuldug heimili og ţví vandséđ ađ ţar sé meira fé ađ sćkja.

Telja Samtök lánţega ţví rétt ađ ţeir sem ţví geta komiđ viđ, forđi fé sínu í öruggt skjól áđur en spár fagráđherra bankamála og seđlabankastjóra ná fram ađ ganga. 


Sammála Heimdalli um myntkörfulánin

Heimdallur hefur ályktađ um myntkörfulánin. Ţessari ályktun er ég fyllilega sammála. Hún tekur á kjarna málsins:

Heimdallur, félag ungra sjálfstćđismanna í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til ţess ađ sitja á sér međ afskipti af svokölluđum myntkörfulánum og samningum ţess efnis í kjölfar dóms Hćstaréttar. Samningarnir eru áfram í gildi ţó eitt ákvćđi ţeirra hafi veriđ metiđ ólögmćtt.

Í samningum felst alltaf ákveđin áhćtta og í ţessu tilfelli verđa fyrirtćkin ađ axla ábyrgđina á ţví ađ verđtrygging lánanna var ólögmćt, rétt eins og fyrirtćkin sjálf fóru fram á ađ skuldarar virtu samningana og tćkju á sig hallann af gengisţróuninni fram ađ ţví ađ dómar Hćstaréttar féllu.

Íhlutun stjórnvalda í samningana međ lagasetningu eđa öđrum leiđum vćri auk ţess enn eitt dćmiđ ţar sem hiđ opinbera kćmi fyrirtćkjum til bjargar í kjölfar mistaka sem gerđ eru. Brýnt er ađ hafa í huga ađ fyrirtćkin starfa á eigin ábyrgđ en ekki stjórnvalda eđa skattgreiđenda.

 


Gjaldţrot, engin eignamyndun, margföld afborgun lána

Vel má vera ađ dómur Hćstaréttar um afnám gengistryggingarinnar kosti 100 milljađar króna. Og ţađ getur meira en veriđ ađ sú „fjárhćđ lendi á fjámálafyrirtćkjum, lántakendum, íslenska ríkinu eđa dreifast á milli ţeirra“, eins og segir í fréttinni.

Ekki má gleyma ţví hvernig stađan var fyrir. Ţá lenti allur ţessi kostnađur á lántakendum. Hann varđ til ţess ađ fjöldi ţeirra varđ gjaldţrota, missti eignir sínar. Hjá öđrum varđ engin eignamyndum, höfuđstóll skulda óx fram úr öllu hófi og fjölmargir lentu í miklu vandrćđum án ţess ţó ađ missa eignir sínar eđa fara í gjaldţrot.

Viljum viđ halda ţessu brjálćđi áfram ađ höfuđstóll skuldanna tvö eđa ţrefaldist? Vilum viđ ađ afborganir tvö eđa ţrefaldist? Viljum viđ ađ eignamyndun vegna lána verđi engin? Viljum viđ ađ fjármögnunarfyrirtćkin hagnis á óréttlćtinu?

 


mbl.is Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţolir efnahagur ţjóđinnar ekki réttlćti?

Takiđ eftir orđum Gylfa Magnússonar, viđskiptaráđherra. Hann er byrjađur ađ tala niđur dóm Hćstaréttar rétt eins og Seđlabankastjóri gerđi í morgun.

Nćst kemur hćstvirtur fjármálaráđherra og tekur í sama klukkustreng og yfir okkur öllum glymur ađ sem á ađ vera síbylja: Efnahagurinn ţolir ekki ađ fariđ sé eftir dómi Hćstaréttar. Skuldarar eiga ađ bera byrđarnar jafnvel ţó gengisviđmiđunin hafi veriđ dćm ólögleg.

Nú er öllu snúiđ á hvolf, sá sem er dćmur sekur ţarf ekki ađ bera sakirnar heldur sá sem reyndist hafa lögin sín megin.

Smám saman fara einhverjir ađ trúa ţessari síbylju. En í sannleika sagt, trúir ţví einhver ađ réttlćti sé ţví fólgiđ ađ „semja“ eigi um niđurstöđu dóms Hćstaréttar?

Nei, takk. Ólög eru ólög og viđ semjum ekki viđ ţá sem reynast lögbrjótar.

Hins vegar trúi ég nú orđiđ öllu upp á ţessa ríkisstjórn. Hún á eftir ađ halda ţví fram ađ efnahagur ţjóđarinnar lifi ţađ ekki af nema almenningur haldi áfram ađ greiđa samkvćmt ólöglegum gengistryggingum fjármögnunarfyrirtćkja. 


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á almenningur ađ blćđa

Tökum eftir orđum seđlabanakastjóra. Viđ eigum eftir ađ heyra fleiri spekinga koma fram og lýsa ţví yfir ađ nýfallinn hćstaréttardómur um gengistryggingu lána sé alveg ómögulegur. Seđlabankastjóri segir hann vera til ţess ađ takmarka enn frekar „óvissu um ađgengi Íslands ađ alţjóđlegum fjámálamörkuđum“.

Viđ skulum ekki trúa ţví ađ ađgengi Íslands ađ alţjóđlegum fjármálamörkuđum byggist á ţví ađ almenningur blćđi. 

Í gćr bárust af ţví fréttir ađ ríkisvaldiđ hafi fundađ međ forsvarsmönnum fjármögnunarfyrirtćkja, atvinnurekendum, fjármálaeftirlitinu, Seđlabankanum og öđrum álíka um dóm hćstaréttar. Engar sögur fara af ţví ađ fulltrúar skuldara hafi veriđ á fundinum, fulltrúar frá Neytendasamtökunum eđa öđrum af ţeim vćng.

Á afar lymskulegan máta er veriđ ađ byggja upp og styrkja ţá skođun ađ dómur Hćstaréttar sé ómögulegur og ţví ţurfi ađ laga hann ađ einhverjum raunveruleika. Annars hrynur kerfiđ. Ţetta reyndi ríkisstjórnin ađ gera međ Icesave samningana, ţá átti allt ađ hrynja til grunna.

Stađreyndin er bara sú ađ dómur Hćstaréttar er dómur og almenningur lćtur ekki „tröllríđa sér“ einn ganginn enn. Fjármögnunarfyrirtćkin hafa grćtt á tá og fingri en eru nú stađin ađ ólöglegum gerningum. Gróđinn er ţá farinn fyrir bí og fjármál einstaklinga eitthvađ ađ lagast. 


mbl.is Óvissa grefur undan trausti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin gegn almenningi og Hćstarétti

Auđvitađ eru myntkörfulánin ólögleg. Ţađ er hárrétt hjá Vigdísi Hauksdóttur, ţingmanni Framsóknarflokksins. Skiptir ţá engu hvort önnur lán eins og innlenda verđtryggingi sé óhagstćđari og jafnvel óréttlátari í samanburđinum. 

Réttlćtiđ felst ekki í ađ taka eitthvađ frá ţeim sem međ dómi hafa fengiđ niđurfellda gengistryggingu. 

Telji einhverjir eitthvađ skorta upp á réttlćti til handa ţeim sem eru međ innlendar vísitölutryggingar ţá ber ađ taka á ţví máli međ lögum.

Hingađ til hafar afar fáir ljáđ máls á ţví ađ lagfćra hina hróplegu upptöku eigna sem fólst í myntkörfulánunum eftir bankahruniđ. Auđvitađ má segja sem svo ađ hrun íslensku krónunnar hafi valdiđ hörmungum fyrir ţúsundir heimila. Fólk var búiđ ađ greiđa af afborganir af bílum sínum í rúm tvö ár án ţess ađ eignast svo mikiđ sem krónu í ţeim.

Var ţađ eitthvađ réttlćti? Nei, ţetta var rán. Myntkörfulánin voru ţess eđlis ađ lántakendur gerđu sér vonir um ađ afborganir af bílalánum yrđu eitthvađ léttbćrari, í versta falli borgađi mađur ađeins meira en ef um vćri ađ rćđa verđtryggđ lán. 

Miđađ viđ stöđu myntkörfulána í dag hefur eignamyndunin ekki veriđ nein. Í ţví felst ósanngirnin. Fólk borgar og borgar, eignast ekki neitt og höfuđstóllinn hćkkar.

Dettur einhverjum í hug ađ fjámögnunarfyrirtćkin ţurfi meiri hjálp í dag en almenningur á síđustu tveimur árum? En núna ćtlar ríkisstjórnin ađ slá skjaldborg um fjármögnunarfyrirtćkin í landinu. Líklega verđur ţađ eina skjaldborgin eftir hrun sem stenst áhlaup almennings og dómstóla.


mbl.is Ólöglegt ađ setja lög um verđtryggingu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband