Hvers konar vitleysisgangur er í ríkisstjórninni?

Skelfing er hann Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, fyrirsjáanlegur. Tók fólk eftir leikritinu sem ríkisstjórnin setti upp eftir dóm Hæstaréttar. Seðlabankastjóra var fyrstum ýtt á foraðið og síðan var byltingaleiðtoga búsáhaldabyltingarinnar fórnað enda á hann ekki framtíð fyrir sér sem ráðherra.

Stjórnmálaleiðtogarnir, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, hafa hins vegar haldið sér til hlés. Ímynd þeirra sem málsvarar litla mannsins í þjóðfélaginu má ekki breytast. Þau gæta sín á þessu og beita öðrum fyrir sig.

Hins vegar kann að verða önnur bylting í þjóðfélaginu ef ríkisstjórnin ætlar að fara að krukka í dóm hæstaréttar. Þá fara menn út á götur og ég þori að veðja að búsáhöld verða þá ekki brúkuð.

Hvaða viti bornum manni dettur í hug að „leiðrétta“ niðurstöðu Hæstaréttar? Sú „leiðrétting“ getur aldrei verið nema á kostnað þeirra sem unnu málið og til hagsbóta fyrir þá sem töpuðu.

Og hvert er það vandamál sem leiðtogi búsáhaldabyltingarinnar telur að dómurinn skapi? Gæti verið að fólk fengi til baka þá peninga sem það hefur ofgreitt? Er það óréttlæti að myntörfulánin reynast allt í einu hagstæðari en almenna innlenda verðtryggingin?

Og hvað með það? 

Viðskiptaráðherra er nú orðinn insti koppur í búri bjúrókratismans og er fyrir löngu búinn að missa sjónar af því að enn, rúmum tveimur árum eftir hrunið, berst fólk enn fyrir réttlæti og sanngirni. 


mbl.is Samningsvextir haldist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála nafni því sem þú skrifar og árétta að ef stjórnvöld íhlutast í dóm hæstaréttar til að verja fjármálafyrirtækin þá verður önnur bylting eins og þú sagðir þá mun hún ekki vera með búsáhöldum!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband