Peningana úr bönkunum og undir koddann

Í ljósi ummæla viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra um að bankakerfið geti ekki þolað afleiðingar dóms Hæstaréttar um myntkörfulánin þá má álykta sem svo að innistæður almennings séu í stórkostlegri hættur og ástæða til að geyma peningana frekar undir koddanum en í bönkum.

Samtök lánþega hafa samið athyglisverða ályktun um þetta efni:

Samtök lánþega vilja koma eftirfarandi viðvörun á framfæri í kjölfar ummæla Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra, og Más Guðmundssonar seðlabankastjóra, þess eðlis að bankarnir þoli ekki afleiðingar eigin lögbrota.

Talið er að innistæður í bönkum landsins telji um 2.200 milljarða og í ljósi þess að bæði efnahags- og viðskiptaráðherra sem og seðlabankastjóri landsins telja að bankarnir séu að falli komnir, vilja Samtök lánþega hvetja innistæðueigendur til að forða fjármunum sínum í betra og öruggara skjól.

Áhyggjur Samtaka lánþega helgast af því að áður hefur kostnaði við heildartryggingu á innistæðum verið ýtt yfir á skuldug heimili og því vandséð að þar sé meira fé að sækja.

Telja Samtök lánþega því rétt að þeir sem því geta komið við, forði fé sínu í öruggt skjól áður en spár fagráðherra bankamála og seðlabankastjóra ná fram að ganga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband