Fyrirtækin hrynja en stjórnvöld gera ekki neitt!

Kannski hef ég misskilið ástandið. Hugsanlega er maður bara að blaðra eitthvað út í loftið. Ef til vill er ég einn með þessar hugsanir. Enn og aftur hættir vænlegt fyrirtæki rekstri. Það var ekki á'ða bætandi.

Getur einhver sagt mér hvort ég hafi rangt fyrir mér:

 

  • Meira en 18.000 manns eru án atvinnu 
  • Stýrivextir eru 15,5%
  • Gengi íslensku krónunnar fer stöðugt lækkandi
  • Ríkisbankarnir geta ekki sinnt lánaþörf fyrirtækja
  • Verðbólga er 11% og fer hækkandi
  • Fasteignamarkaðurinn hruninn
  • Nýju bankarnir eru án fjármögnunar
  • Atvinnulífið fær ekki þjónustu í bönkum

Fjandakornið. Á meðan eru sigurvegarar þingkosninganna í einhverjum orðaleik úti í Norrænahúsi. Og forsætisráðherra þarf að taka það fram sérstaklega að ráðherrar sinni þar að auki störfum sínum í ráðuneytunum. Þetta er sama konan og var í síðustu ríkisstjórn og eftir fall hennar kenndi hún Sjálfstæðisflokknum um hrunið.

Samt gerist ekki neitt. Samt hóta fjölmargir að hætta að greiða af húsnæðislánum sínum, aðrir ætla að flýja land. Viðskiptaráðherra talar síðan til fólks eins og einhver bjúrókrat og varar fólk við að grípa til örþrifaráða. Sami maður og nú varar við og stóð áður keikur á Austurvelli og hvatti til byltingar. 

Fjármálaráðherra má ekki vera að því að setja reglugerð sem byggir á lögum um greiðsluaðlögum fólks í fjárhagsvanda. Hann er svo upptekinn við stjórnarmyndunarviðræður. Sami maður kenndi Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður fór í veröldinni. Þegar hann fær að taka til hendinni gerist ekki neitt, alls ekkert.

Kannski er ég bara að misskilja allt. Ef til vill er allt í sóma hér á landi enda vorið komið og grundirnar gróa. Ætli það sé ekki nóg fyrir landann. 

 


mbl.is Öllum starfsmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Landinn uppsker eins og hann sáir.

Hörður Einarsson, 3.5.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Ísland varð gjaldþrota í boði sjálfstæðisflokksins. Nú hrópa allir sjálfstæðismenn eftir sósíalískum aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Nú treysta nýfrjálshyggjumenn á ekkert annað en ríkið.

Auðvitað fara byggingarfyrirtæki á hausinn, þetta vissu allir fyrir tveimur árum síðan, vissu að þetta brjálæði fyrir sunnan myndi falla saman eins og spilaborg og það þurfti engan hagfræðing til að sjá þetta fyrir, aðeins almenna skynsemi.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 3.5.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þegar öll þessi störf urðu til í boði loftbólu hagstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna þá hefði verið æskilegt ef til hefði verið vísitala eða mælikvarði á það hversu mörg störf myndu glatast þegar prentvélin í Seðlabankanum stoppaði.

Lúðvík Júlíusson, 3.5.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Tóbías í Turninum

Nei hættið nú! Eru þið að svara ofangreindu bloggi með að þetta sé í boði Sjálfstæðismanna?

Nú eru sjálfstæðismenn ekki við völd, og eru þið Lúðvík og Rögnvaldur, ánægðir með núverandi stjórn? Hefur mikið gerst á síðastliðnum 100 dögum? NEI.

Það er nákvæmlega ekkert að gerast, og þannig er staðan. Því miður.

Tóbías í Turninum, 3.5.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Tóbías í Turninum, það er því miður þannig að allar aðgerðir í efnahagsmálum skila sér með mikilli seinkun inn í hagkerfið og hag heimila og fyrirtækja.  Oftast er talið að þessi seinkun sé 12-18 mánuðir, eða 360 til 480 dagar.  Miðað við það þá eru 260 til 380 dagar eftir fyrir núverandi ríkisstjórn.

Staðan sem við erum í er slæm.

Rót hennar liggur í ömurlegri hagstjórn frá 2003 (amk), það þarf því miður fleiri en 100 daga til að bjarga því.

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 00:15

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við getum endalaust fundið einhverja blóraböggla. Staðan er hins vegar sú að akkúrat ekkert hefur verið gert.

Lúðvík þessi kenning sem þú vísar til held ég að eigi við stór hagkerfi, miklu stærri en það íslenska. Sveigjanleikinn hér á landi er miklu meiri og viðbrögðin miklu hraðari.

Vandi hins litla og sveigjanlega hagkerfis er hins vegar það að ytri áföll koma mun verr niður á því en þeim stærri. Og munum að það þýðir ekkert að tala um að efnahagsvandi Íslendinga sé ekki af sömu rótum og efnahagskreppan í öðrum löndum. Það er einfaldlega rangt.

Í öðrum löndum hefur þó verið gripið til aðgerða. Hér á landi ríkir ekki kyrrstaða, við erum enn á niðurleið. Á meðan sötra ráðherrar og hyski þeirra sveppasúpu í Norrænahúsinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.5.2009 kl. 00:32

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta hef ég frá Seðlabankanum.  Þessi seinkun er raunveruleg... það tekur tíma fyrir hagkerfið að bregðast við aðgerðum í hagstjórn.

Þessi niðursveifla skýrist einnig af því að útflutningstekjur eru enn að minnka og það er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna.  Þar hefur þú rétt fyrir þér.

Við skulum varast að kalla fólk 'hyski'.  Með uppnefningum fjarlægjumst við málefnalegar umræður.

Upphafleg athugasemd mín snérist um að við höfum atvinnuleysistölur til að segja okkur hve margir eru atvinnulausir en það er ekki til neitt sem segir okkur hversu mörg störf tapast þegar loftbólugóðæri líður undir lok, eða hve mörg störf eru raunveruleg.  -  Þess vegna er það algjört skilyrði að hagstjórn miðist við að halda hagkerfi í jafnvægi svo það geti byggst upp á sem hagkvæmastan máta.

Nú eru mörg störf að glatast bæði hjá fyrirtækjum sem hafa undir eðlilegum kringumstæðum engan rekstrargrundvöll og hjá vel reknum fyrirtækjum sem afleiðing.  -  Verðbólga gerir það að verkum að erfitt er að sjá hvað er hagkvæmt og óhagkvæmt og því tapast verðmæti og störf.

Nú erum við að súpa seyðið af verðbólguhagstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokkins.

Það eru ekki til nein hagstjórnartæki sem 'núlla' lélega hagstjórn.  Þess vegna er ástandið eins og það er í dag.

Lúðvík Júlíusson, 4.5.2009 kl. 00:46

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Spurning hvort það sé búið að selja þetta ...

Með hesthús og heitan pott í stofunni

mynd
MYND/WWW.INHOUSE.IS(ÁSMUNDUR)

Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.

Verktakinn Þorgeir Björgvinsson og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundaræktandi settu nýlega á sölu stórglæsilegt einbýlishús sitt við Asparhvarf í Kópavogi.

Húsið er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúð, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.

Sérhannaðar innréttingar eru í allri íbúðinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borðstofuborð úr graníti prýðir borðkrókinn, og fylgir það húsinu, enda ekkert grín að flytja mörg hundruð kílóa granítplötur langar vegalengdir.

Afar fullkomið gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Þá er raflkerfi hússins mjög vandað og mikið af innbyggðri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki væsir um ferfætlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir með grindum úr ryðfríu stáli.

Og þar sem líklega er ekki gaman að þrífa fimm hundruð fermetra hús, en það er í það minnsta gert öllu bærilegra með innbyggðum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.

Viðar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir að húsið sé eitt það glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu og að verðmiðinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnaði. Þannig hafi bara hljóð og sjónvarpskerfið kostað um tíu milljónir króna. Það er frá Bang og Olufsen, afar fullkomið, og er hægt að stýra því með fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins.

Sævar Einarsson, 4.5.2009 kl. 09:47

9 Smámynd: OMG

Huh...Heimir og Þorgeir hafa verið á hausnum síðan 2006, spyrjið bara lánadrottnanna!

OMG, 4.5.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband