Ruddaleg staða efnahagsmála

Sú ruddalega staða er í íslenskum efnahagsmálum að verðbólgan er aftur á uppleið, meira en 18.000 manns eru atvinnulausir, stýrivextir eru 15,5%, gengi krónunnar hefur ekkert breyst þrátt fyrir belti, axlabönd, bréfaklemmur og heftingar.

Kosningar eru afstaðnar og landið er jafn stjórnlaust og það var fyrir helgi. Og sigurvegarar kosninganna þykjast hafa nægan tíma til að mynda nýja stjórn og skemmtir sér við orðaleiki og hrókeringar. Á meðan blæðir þjóðinni út.

Er ekki löngu kominn tími til aðgerða?

Og búsáhaldabyltingin sefur sínum væra svefni af því að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn úr ríkisstjórn, Davíð úr Seðlabankanum og vinstri menn undir stjórnvölinn. Og ekki má gleyma því að fjórir mætir menn eru komnir á þing undir formerkjum þessarar byltingar.

Vita þeir ekkert hvað er að gerast eða eru þeir bara kjaftaskar sem ekkert er að marka?


mbl.is Verðbólgan nú 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta er því miður vegna áratuga langrar óstjórnar í efnahagsmálum.  Hinn virti hagfræðingur Ludwig von Mises segir afleiðingar af þeirri óstjórn vera atvinnuleysi, kreppu og jafnvel hrun gjaldmiðils.  Það er nefnilega sorgleg staðreynd að það eru ekki til nein hagstjórnartæki sem geta 'núllað' lélega hagstjórn.

Þessi lélega hagstjórn fól meðal annars í sér að ekki var haldið aftur af verðbólgu, fjárfestingabólum, útgjöldum ríkissjóðs og erlendri skuldsetningu.

Héðan í frá er einungis hægt að byggja upp og það krefst vinnu.

Ríkisstjórnin hefur nú meirihluta á þingi og er að vinna þó að enn eigi eftir að fínpússa stjórnarsáttmálann.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Menn geta haft þær skoðanir á fortíðinni sem þeir vilja en ekkert hefur verið gert og ekkert er verið að gera. „

... fínpússa stjórnarsáttmálann.“ Segðu það við 18.000 manns sem eru atvinnulausir og þeir munu án efa sýna ríkisstjórninni skilning og samúð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.4.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ludwig von Mises hefur þekkingu á fortíð jafnt sem nútið.  Það má ekki gera lítið úr þekkingu manna sem hafa lifað stríð, kreppur og lánagóðæri.

Ráð hans upp úr kreppum er að koma á stöðugleika í efnahags- og gjaldeyrismálum svo einstaklingar og fyrirtæki þori að fjárfesta og lifa.  Síðustu ár voru byggð á blekkingu og mikið af 'framleiðslumöguleikum' þjóðarinnar hafa horfið vegna hennar.  Þess vegna verður ekki hægt að koma á sömu lífsgæðum með einu pennastriki.  Það krefst vinnu og því miður tíma.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 10:44

4 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er líklegast að stöðugleikinn fái að bíða af sér yfirstandandi vinstri sveiflu. Það hefur aldrei verið sterka hliðin vinstri stjórna að skera niður. Á Spáni er ein slík og atvinnuleysi milli 17 og 18%. Hvað sem segja má um efnahagsstjórn undanfarinna ára er alveg víst að Ísland er dæmt til að fara verst allra út úr kreppum vegna þeirrar einföldu staðreyndar að efnahagslíf okkar byggist á milliríkisverzlun í ríkari mæli en hjá öðrum þjóðum og úr henni dregur í kreppu.

Skúli Víkingsson, 29.4.2009 kl. 10:58

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Lúðvík, allra síst ætla ég að gera lítið úr skoðunum og reynslu annarra. Hins vegar töldu núverandi stjórnarsinnar sig hafa lausnirnar, ekki aðeins fyrir 1. febrúar heldur líka fyrir síðustu kosningar og þeir höfðu örugglega ekki nafna þinn von Mises í huga.

Þú þekkir eflaust eins og ég fólk sem stendur illa að vígi í atvinnumálum og lánamálum vegna íbúðarhúsnæðis og bíla. Þetta fólk er óþreyjufullt. Það hefur beðið allt of lengi. Í fjóra mánuði hefur ekki verið tekið á vandanum. Það er hin hrollkalda og miskunnarlausa staðreynd.

Bendi til viðbótar á það sem Skúli Víkingsson segir hér að ofan.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.4.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Sigurður og Skúli, alveg rétt hjá ykkur.  Það gleymist nefnilega oft að við erum ekki einangruð heldur hafa erlendir atburður líka áhrif á okkur, bæði til hins betra og verra.

Það er enn að síga á ógæfuhliðina erlendis og það hefur haft slæm áhrif á tekjur okkar í erlendri mynt af útflutningi og það hefur haft slæm áhrif á gengi krónunnar og stöðu fjölskyldna.

Allar aðgerðir sem auka ráðstöfunartekjur fólks hafa slæm áhrif á gengi krónunnar og verðbólgu.  Þess vegna er nauðsynlegt að auka útflutning og innlenda framleiðslu.  Það tekur því miður tíma.  Þegar tekjur okkur í erlendri mynt aukast og innlend framleiðsla eykst þá mun það strax koma fram í bættum lífskjörum og styrkingu krónunnar.

Þetta er gagnvirkur heimur og það er erfitt að spila sóló.

Ég er alveg sammála þér ... þetta er ruddaleg staða.

Lúðvík Júlíusson, 29.4.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta Lúðvík. Þú ert málefnalegur og slíkir eru ansi fágætir. Fróðleg bloggsíða hjá hér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.4.2009 kl. 11:29

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Lúðvík er vissulega málefnalegur en ég harma afstöðu hans gegn Sjálfstæðisflokknum.

En áhyggjur þínar tek ég undir Sigurður.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband