Hversu viðvarandi er 18.000 manns án atvinnu?

Í augnablikinu er ekki verið að ræða breytingar á stjórnarskránni á Alþingi. Það er gott, margt annað þarfara er við tímann að gera? Og þegar maður heldur þessu fram þá rjúka vinstri menn upp og spyrja:

Ertu á móti lýðræði?

Þannig hafa sumir frambjóðendur sem maður hefur hitt á vinnustaðafundum látið, rétt eins og það sé grundvöllur lýðræðislegra hugsunar hvers manns að hann vilji eitthvurt Aukaalþingi. 

Nú, hvað á þá að ræða á Alþingi þegar hlé er á umræðum um stjórnarskránna?

Jú, það á að ræða um atvinnu- og efnahagsmál. Atvinnuleysi á landinu miklu meira en við höfum þekkt og vandinn er sá að menntunarstig atvinnulausra er miklu meira en áður.

18.000 manns eru á atvinnuleysisskrá. Er það ekki ástæða til að þingmenn setjist niður og ræði um úrræði fyrir þetta fólk og hætti að karpa um aukaatriði?

Stýrivextir eru 15,5% og þeir koma afar illa niður á meirihluta þjóðarinnar. Er þessi staðreynd ekki ástæða til þess að þingmenn seetjist niður og ræði um úrræði í efnahagsmálum?

Í fréttinni segir að hægt hafi á aukningu atvinnuleysis. Og vinstri menn hrósa happi. Sko, nú er árangurinn að koma í ljós.

Þetta er tóm vitleysa. Spyrja þarf hversu viðvarandi verður 18.000 manna atvinnuleysi? 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað skyldi fréttamaður hjá Rúv eða Stöð2 vera með á tímann ef við reiknum með að vinna hans sé einungis sá tími sem hann birtist á skjánum eða í honum heyrist í útvarpi?

Á að miða laun ráðherra við ríkisstjórnarfundi? Laun lögreglumanns við tíma hans á götunni? Og svo framvegis.

Svona umræða hefur ekkert uppbyggilegt í för með sér. Ekki frekar en umræða um útlit manna, þyngd og klæðaburð.

Mér finnst ótrúlegt að fólk skuli fall ofan í svona pytt að beina umræðunni að hlutum sem skipta nákvæmlega engu máli annað en að reyna að at viðkomandi þingmenn eða sveitarstjórnarmenn auri, gera þá tortryggilega.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2009 kl. 08:22

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Stjórnmálamenn eiga að gæta orða sinna hvar í flokki sem þeir standa. Ekki satt Börkur?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.4.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband