Vinstri flokkar græða á óánægju með Sjálfstæðisflokkinn

Auðvitað stefnir í tap Sjálfstæðisflokksins. Hann á ekki nokkra möguleika gagnvart ömurlegum vinstri flokkum. Afrekaskrá þeirra er eins og hamfarir af mannavöldum:

 

  • 18.000 manns eru á atvinnuleysisskrá.
  • Stýrivextir eru 15,5%.
  • Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum.
  • Gengi krónunnar hefur fallið um 15% frá því 1. febrúar

 

Ekki hefur neitt gerst á síðustu tveimur mánuðum. Vinstri grænir og Samfylkingin þurfa hins vegar ekki að hafa neinar áhyggjur af stöðu mála. Þeir fá ekki atkvæðin vegna eigin verðleika heldur miklu frekar þrátt fyrir þá. 

Í fótboltanum eru það mörkin sem gilda. Betra liðið getur ekki skorað mark, vörnin gleymist og andstæðingarnir ná nokkrum upphlaupum og skora í hvert sinn. Þannig endar leikurinn 14:2.


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Mér finnst það nú hálf fáránlegt að ætla að kenna vinstri flokkunum um fall krónunnar - ekki voru jöklabréfin gefin út á þeirra vakt og það er innlausn þeirra sem veldur meginþrýstingnum á krónuna.   Seðlabankinn ber stóran hluta ábyrgðarinnar, því hann brást kolrangt við - elfdi ekki gjaldeyrisvarasjóðinn þegar krónan var allt, allt of sterk, og hækkaði bara vexti í algeru tilgangsleysi.

Því miður....það tekur lengri tíma að vinda ofan af áralöngum mistökum fyrri stjórna.

Púkinn, 14.4.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ágæti Sigurður, þig virðist vanta alla hæfni til gagnrýni á eigin flokk en stefna hans verður tekin til gjaldþrotaskipta í komandi kosningum. Það sem meira er að ég sé ekki að flokkur sem að hefur fjármálalega fyrirgreiðslu við útvalda sem meginstef eigi erindi við þjóðina næsta áratuginn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Púkinn skrifar ekki sannfærandi. Hér er ekki vandinn áralöng mistök fyrri ríkisstjórna. Þetta er bábilja sem ekki er hægt að nota lengur. Það þarf ekki lengri tíma til að styrkja krónuna heldur en fallið tók. Spurningin er hvaða verkfæri þarf að nota og hvernig það er notað.

Tóm vitleysa hjá þér Gunnlaugur. Þig skortir alla hæfni til að lesa bloggið og væntanlega eru ekki sáttur við þá stöðu að hér á landi eru 18.000 manns atvinnulausir og stýrivextir eru í 15,5%. En kannski ertu bara sáttur við að þinn flokkur sé í ríkisstjórn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: Offari

Ég sem hélt að þessi skoðanakönnun endurspeglaði ánægju kjósenda með árangur rikisstjórnarinar.

Offari, 14.4.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ferlega djúpur þessi (tek ofan).

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.4.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband