Ég fann stjórnarmyndunarumboðið ... og skilaði því til Guðna

StjórnarmyndunarumboðiðIlla gengur að mynda ríkisstjórn og flestir hafa verið að búast við að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði inn stjórnarmyndunarumboðinu. Það gerði hann hins vegar ekki í gær og ekki dag.

En ástæðan er ekki sú sem allir halda, að Bjarni sé að reyna til þrautar. Nei, nei, hann gafst upp fyrir löngu.

Vandinn er bara sá að hann getur ekki skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu vegna þess að hann týndi því.

Og hvað haldið þið, lesendur góðir ...? Jú, ég fann það fyrir algjöra tilviljun í fyrradag.

Þetta er mikið leyndarskjal sem enginn hefur séð nema formenn stjórnmálaflokka. Raunar er það glænýtt því Guðni Th. Jóhannesson hefur af skiljanlegum ástæðum aldrei áður veitt umboð til stjórnarmyndunar.

Jæja, ég fann umboðið á bekk í austurhorni Austurvallar, þar sem trén slúta yfir og veita dálítið skjól fyrir vindi og rigningu. Þarna lá það í algjöru tilgangsleysi og beið því sem verða vildi.

Og ... vitið þið hvað, lesendur góðir? Ég hafði umboðið til stjórnarmyndunar í höndunum, notaði það ekki og skilaði því til forseta Íslands.

Þetta mun vera í fyrsta sinn í gjörvallri stjórnmálasögu Íslands að maður sem hvorki er forsætisráðherra, formaður stjórnmálaflokks eða alþingismaður hefur skila umboði til stjórnarmyndunar til forseta Íslands.

Raunar var komið fram yfir afgreiðslutíma hjá forsetanum og ég nennti ekki að hjóla suður á Bessastaði svo ég stakk blaðinu í plastpoka og tróð því inn um bréfalúguna á Sóleyjargötu. Má vera að það hafi krumpast dálítið en ég hafði vit á því að taka mynd af því áður.

Núna sé ég dálítið því að hafa ekki hitt forsetann og fengið einhvern til að taka mynd af mér við athöfnina, hefði farið í sunnudagsfötin og sett á mig bindi. Þetta hefði ábyggilega þótt dálítið fyndin mynd, ekki síst fyrir hann Guðna.

Smellið á myndina af umboðinu til að sjá umboðið betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega hefur það krumpast of illa til að vera læsilegt.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/11/11/formlegar_vidraedur_hafnar/

Nema hundurinn hafi tekið það og étið. Það hefur víst komið fyrir að póstur hafi fyrirfarist þannig.

ls (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 17:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðni hefur líklega faxað til Bjarna þetta krumpaða eintak sem ég skilaði inn svo sá síðarnefndi hafi nú eitthvurt bevís fyrir verkefninu. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2016 kl. 17:23

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fréttablogg Sigurðar hefur sagt ókeypis fréttir. Ekki ópólitískar fréttir, en samt fréttir sem láta DV-ruslið líta út eins og sannkallað rusl.

Verst af öllu er, ef Páfinn og hans karlrembuklerkaníðinga-kjólfataliði stendur á bak við allt djöflastríð heimsins, enn þann dag í dag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2016 kl. 18:09

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Lögheimtan er með fólk á kvöldvinnutaxta, við að bera út stefnur til dóms. Líklega til að stefnan týnist ekki?

Það borgar sig líklega að borga einhverjum vel launaða kvöldvinnu við að bera út bréf til skuldara, af stefnuvotti Landsbankans?

Heiðurinn er mikill, að fá heimsókn af slíkum undirheimanna valníðandi og Stjórnarskrár-brjótandi heiðursníðinganna þjónustu-"höfðingjum" hins illa Mammonsandskotans.

Dómstólarnir og lögmennirnir greiða götu Mammons af 100% ábyrgðarleysi.

Guð almáttugur fyrirgefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2016 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband