Flugvöllur verður aldrei byggður í Hvassahrauni

Flugvöllur verður aldrei byggður í Hvassahrauni sem er sunnan Hafnarfjarðar. Það myndi kosta meira en 100 milljarða króna auk þess sem hann verður aldrei jafngóður og sá í Reykjavík.

Þessu má líkja við að fjölskylda teldi gáfulegra að setja fjölskyldubílinn í brotajárn og kaupa annan á miklu lakari en á hærra verði en sá gamli var metinn á. 

Þjóðin hefur efni á að byggja nýtt sjúkrahús vegna þess að það gamla er úrelt og ekki nógu hentugt. Flugvöllurinn í Reykjavík er í afar góðu standi og getur staðið undir innanlandsflugi um ókomna framtíð.

Viðhald á fjölda bygginga í eigu ríkisins hefur verið vanrækt í fjölda ára, sá kostnaður er upp á tugi milljarða. Vegakerfið er enn í uppbyggingu og heldur ekki í við aukna umferð. Um tíu milljarða kostar að breikka einbreiða brýr. Víðast um land þarf að tvöfalda vegi. Fjölga þarf heilsugæslustöðvum og hjúkrunarheimilum og svo má lengi telja upp brýn verkefni sem bíða úrlausnar. 

Þjóðin getur ekki frestað þessum og fjölda annarra framkvæmda öllu lengur til þess eins að byggja flugvöll í Hvassahrauni.

Borgarstjórinn í Reykjavík segir innanlandsflugið á tímamótum. Það er rangt.

Einu krossgöturnar sem þjóðin stendur nú frammi fyrir eru vegna þeirrar pólitísku stefnu meirihlutans í Reykjavík að leggja flugvöllinn af. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna á móti því.

Beinar hótanir eða duldar fara stjórnmálamönnum illa. Tillaga borgarstjórans um flugvöllinn er ekkert annað. Hann stingur upp á að flugvöllurinn verði um takmarkaðan tíma á sama stað ef annar verði byggður í Hvassahrauni. Fjöldi fólks hefur fært rök fyrir því að flutningur flugvallarins úr Reykjavík sé tóm vitleysa, meðal þeirra er Ómar Ragnarsson.

 

Borgarstjórinn að hann geti villt um fyrir Akureyringum og öðrum með því að leggja til að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri. Vonlítið er að þeir kokgleypi þá beitu.

Pólitík borgarstjórans í Reykjavík eru ekkert annað en léleg tilraun til að reyna að færa umræðuna frá kjarna málsins; að flugvöllurinn verði um ókomna framtíð í Reykjavík. Í því eru fólgnir hagsmunir þjóðarinnar.


mbl.is Neyðarbraut eða ekki, þar er efinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég set stórt spurningamerki við þessa "þverpólitísku samstöðu".  Eru skoðanir almennings í landinu þá að engu hafandi?  Er ekki ráð að fara að skipta meirihlutanum í borginni út?

Sigríður Jósefsdóttir, 11.11.2016 kl. 11:19

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæl vinkona.

Hin þverpólitíska samstaða er innan borgarstjórnarmeirihlutans, hvergi utan hans. Þjóðin vill hafa flugvöllinn í Reykjavík. Jú, tími meirihlutans í borginni er liðinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2016 kl. 12:58

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ábyrgðarlausir og fáfróðir gamlir embættismenn Íslands-spillingarkerfisins, eru sem betur fer hættir við flugvöll á Hólmsheiðinni fangelsis-einangrunar-ísingarinnar hamlandi og hættulegu. Alvarlegt að einhverjum hafi dottið slík ísingarvitleysa í hug?

Fólk ætti að velta fyrir sér ábyrgðarlausri freku-kalla fyrrum plönuðu staðsetningar-samhengi fangelsis og flugvallar á Hólmsheiði?

Tilviljun?

Nei, að mínu mati ekki tilviljun.

En það er að mínu mati óþægilegt, og jafnvel mjög átakanlegt, að horfast í augu við staðreyndina um hvítflibbastýrða og lögmanna/dómsstólavarða glæpaspillinguna vöruskipta-dópandi/seljandi á Íslandi.

Ekki undarlegt að vöruskipta-stórfiskaflotinn sé á leið í land þessa stundina. (Ættu kannski að verkfalls-alþingishertöku-mæta á Austurvelli, til að nýta ferðina til að mótmæla sinna FLOTAFORINGJANNA spillingu og vöruskipta-okurdópsölu til blekktra og grunlausra krakkanna?)

Maður þarf víst að vera harðskelja-húðaður og allra góðra vætta verdaður, ef maður á að þola að horfast í augu við þá tortímandi stjórnsýsluspillingu dómskerfisins og hæstaréttar-lögmannaklíkunnar meðseku.

Vaknið til raunveruleikans á Íslandi kæra fólk, hvar í flokki sem þið teljið ykkur verða að standa.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2016 kl. 14:09

4 identicon

Sigurðu, þú segir:"geti staðið undir innanlandsfluginu um ókomna tíð". Rétt er það en svo gleymist stundum mikilvægi Rvk-flugvallar fyrir t.d. Landhelgisgæsluna, flugkennsluna og allt einkaflugið með fjölmörg flugskýli þarna. Ef Rvkflugvöllur verður lagður niður, leggst af öll flugkennsla á Íslandi og flytst til útlanda, einkaflug skerðist verulega og þyrlur Landhelgisgæslunnar þurfa að fljúga a.m.k. 30 mínútur lengri björgunarflug (nema út á sjó út af Reykjanesi). Um þetta snýst málið auk þess sem innanlandsflug myndi nær allveg leggjast af. Er það þetta sem við viljum?

Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 14:54

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Örn og bestu þakkir fyrir innlitið. Mér þykir miður að hafa ekki gleymt að nefna Landhelgisgæsluna, flugkennsluna og einkaskýlin. Allt skiptir þetta máli, áætlunarflugið er aðeins hluti af þeim sem nota Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks hefur atvinnu af starfsemi sem tengist Reykjavíkurflugvelli, beint og ekki síður óbeint.

Nei, við, þjóðin, viljum ekki að öll þessi starfsemi leggist af.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.11.2016 kl. 15:02

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Landhelgisgæslan sér um að hleypa svarta markaðs dópinu í gegnum tollaeftirlitlausu landamærin.

Á íslandi er allt heila eftirlitstollakerfið skipar gjörspilltum yfirmönnum, sem enginn þorir einu sinni að taka á með einangruðum grilltöngum.

Ísland er löglaust og réttarkerfisspillt ríki, sem er þekkt langt út fyrir 200 mílurnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2016 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband