Er stjórnarandstæðingu góður álitsgjafi um ríkisstjórnina?

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er grandvar og góður maður en sem álitsgjafi um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hann ekki góður. Hver vegna? 

  1. Hann er stjórnarandstæðingur
  2. Hann er í framboði til formanns Samfylkingarinnar

Hvort tveggja gerir það að verkum að hann er síst af öllu diplómatískur, þvert á móti herskár og kjaftfor.

Helgi hefur aldrei stutt ríkisstjórnina og er þar af leiðandi ekki góður álitsgjafi um stöðu hennar. Aldrei myndi Helgi segja að nóg væri að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér embætti og annar tæki við. Til að afla sér atkvæða í formannskjörinu spinnur hann af öllum mætti upp ávirðingar á ríkisstjórnina og þá flokka sem að henni standa.

Svo er ekki úr vegi að nefna það að Helgi Hjörvar var einn af þeim sem vildi eftir hrun að teknar væru upp nýjar og kurteislegri orðræður í íslenskum stjórnmálum. Hann átti auðvitað við alla hina, ekki sig sjálfan.


mbl.is „Þessir snúningar eru hvergi nærri nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég hef þá skoðun á Helga Hjörvari, að þar hafi alltaf farið um frekar spakur maður. Aldrei nein styggð eða óðagot. Við erum að tala um sama Helga, er það ekki Sigurður?

Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2016 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband