Áróður stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu, frjáls ræðutími

Fyrir utan farsann með forsætisráðherrann hefur fólk líklega aldrei kynnst öðrum eins fíflagangi eins og einkenndi útsendingu Ríkisútvarpsins og Stöðvar2 meðan beðið var niðurstöðu um nýja ríkisstjórn. Þarna stóðu fréttamenn frá þessum fjölmiðlum og fimbulfömbuðu það sem þeir mundu um þróun stjórnmála síðustu daga.

Út af fyrir sig er það svo sem í lagi. Verra er misnotkun á tíma í beinni útsendingu þar sem stjórnarandstöðuþingmenn fá að tjá sig að vild, varpa út einhliða áróðri sínum og enginn er til andsvars. Ekki einu sinni svo að fréttamenn stöðvi þetta fólk í þvaðri sínu.

Með réttu hefði átt að halda áfram dagskrá þessara stöðva og síðan rjúfa hana ef eitthvað hefði verið að frétta.

Ég fullyrði að þetta er hrein misnotkun á aðstöðu. Stöðvarnar báðar skulu eiga skömm fyrir. 

Þeir sem vilja geta horft á þingmennina vafra um meðal fjölmiðlamanna í þeirri von að einhver vilji tala við þá og þannig komast þeir í mynd. Svandís Svavarsdóttir, Helgi Hjörvar, Ólína Kjerúlf, Guðmundur Steingrímsson, Björn  Valur, Árni Páll Árnason og fleiri og fleiri.

Þetta er eins og að sjá börn sem reyna að láta sjá sig þegar tekin eru viðtöl eftir fótboltaleik eða handboltaleik.

Skilur enginn á Stöð2 eða Ríkisútvarpinu þetta? Sér enginn ekki fíflalætin í þessu.


mbl.is Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband