Hundrað milljarða tap á skyndisölu þriggja Glitniseigna?

Sænski seðlabankinn og hinn enski opnuðu lánalínur til íslenskra fjármálafyrirtækja eftir hrun, svo að þau neyddust ekki til að selja eignir í skyndi. Norski seðlabankinn neitaði hins vegar að opna slíka lánalínu til Glitnir Bank ASA í Noregi, heldur vísaði honum til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda þar í landi. Sjóðurinn veitti Glitnir Bank ASA lánalínu í nokkra daga, en lagði áherslu á, að bankinn yrði seldur á því tímabili.

Stjórn sjóðsins kom saman 19. október og samþykkti að mæla með því, að samtök sparisjóða undir forystu Finns Haugans keyptu bankann fyrir 300 milljónir norskra króna eða 5,6 milljarða íslenskra króna (miðað við gengi 2014). Haugan boðaði forföll vegna vanhæfis, en hann var einmitt formaður stjórnar sjóðsins.

Nokkrum mánuðum síðar var bankinn metinn á tvo milljarða norskra króna í bókum kaupenda. Þeir höfðu grætt 1,7 milljarða

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, ritar sláandi grein í Morgunblað dagsins undir fyrirsögninni „Töpuðu Íslendingar hundrað milljörðum á skyndisölu þriggja Glitniseigna?“. Ljóst má vera af lestri greinarinnar að tapið var afar mikið. 

Um er að ræða Glitnir Bank ASA í Noregi, Glitnir Securities í Noregi og Pankki Oy í Finnlandi. Í öllum tilvikum var sala þessara fjármálafyrirtækja knúnin fram með örlitlum fyrirvara og starfsmenn stukku til og keyptu og högnuðust gríðarlega eins og fram kemur í greininni.

Glitnir Securities í Noregi var líka selt strax eftir hrun. Hópur starfsmanna keypti fyrirtækið 12. október 2008 fyrir 50 milljónir norskra króna.Viku síðar seldu þeir helmingshlut í því til RS Platou fyrir sömu upphæð, 50 milljónir norskra króna, 941 milljón íslenskra króna.

Þeir höfðu með öðrum orðum eignast 50 milljón króna hlut á einni viku fyrir ekki neitt. Hæg voru heimatök, því að RS Platou var með skrifstofu á hæðinni fyrir ofan Glitnir Securities í Haakon VII’s gate í Osló. Þekktust starfsmenn fyrirtækjanna tveggja vel. 

Maður verður hreinlega orðlaus yfir þessum fréttum. Vissulega hafa þær birst áður en ekki svona ítarlegar.

Finnski bankinn Glitnir Pankki Oy var selt á 3.000 Evrur og ári síðar var hann seldur fyrir 200.000.000 Evra, eða 31,2 milljarða íslenskra króna. Þetta þætti nú víðast ansi góður díll fyrir starfsmennina sem keyptu bankann upphaflega.

Hannesi reiknast til að heildartjónið af skyndiútsölu þessara þriggja fyrirtækja hafi verið 40 milljarðar íslenskra króna. Hann bætir þó eftirfarandi við:

En þetta mætti líka meta miðað við verðþróunina síðan og miða þá við, að Glitnir Pankki Oy var seldur 2013 fyrir fjórfalt það verð, sem hann var metinn á í ársbyrjun 2009.

Setjum svo, að norsku fyrirtækin tvö hefðu hækkað svipað hlutfallslega í verði. Þá hefði hugsanlega verið hægt að fá fyrir þau um 130 milljarða íslenskra króna meira en gert var. Samtals hefði þá verið hægt að selja þessar þrjár eignir á 160 milljarða króna.

Lægsta mat er 40 milljarðar króna, sem þessar eignir voru sannanlega virði í ársbyrjun 2009. Hæsta mat kann að vera um 160 milljarðar, en meðaltalið af þessu tvennu er hundrað milljarðar.

Niðurstaða Hannesar í grein sinni og líklega í fyrirlestrinum sem hann mun halda um þessi efni í Háskólanum er eftirfarandi:

Norskir og finnskir aðilar nýttu sér tímabundna neyð íslensku bankanna til að hirða af þeim eignir á smánarverði.

Og sú spurning sem við, leikmenn og lesendur greinarinnar, sitjum uppi með er sú hvort norsk og finnsk stjórnvöld séu beint eða óbeint ábyrg fyrir þessum gjörningum? Eitt má þó vera ljóst, að það er enginn annars bróðir í leik, hvað þá í samskiptum milli þjóða. Svokallaðar frændþjóðir hugsa eðlilega fyrst og fremst um hagsmuni sína og það eigum við Íslendingar að gera líka, hvort sem það á við um aðild að ESB eða makríl svo dæmi séu tekin.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Ég er ekki að átta mig á því af hverju Hannes telur að Íslendingar hafi tapað öllu þessu fé á þessum viðskiptum.  Eftir því sem ég fæ best séð þá eru það kröfuhafar í þrotabúi íslensku bankana sem tapa á þessu en ég geri ráð fyrir að íslenski Glitnir hafi átt þetta útibú í Noregi. Kröfuhafar eru að einhverju leyti íslenskir en trúlega að megninu til erlendir aðilar.

En þegar það er sagt þá er það þannig að þegar menn koma sér í þá stöðu, eins og íslensku bankarnir gerðu, að vera með allt niðrum sig eftir algjörlega rænulausa bankastarfsemi, þá er ekki hægt að ætlast til þess að menn hafi mikið um framhaldið að segja og eru þá undir náð og miskunn annara komnir ef það á að forðast brunaútsölu.

Benedikt Helgason, 14.3.2014 kl. 10:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þrotabúið hefur ábyggilega tapað miklum fjárhæðum á þessum gerningi og fyrir vikið er „snjóhengjan“ stærri en hún þarf að vera. Þannig má leiða líkur að því að þar af leiðandi sé vandinn núna óþarflega stór fyrir þjóðina.

ÉÞað hlýtur að vera allra hagur að forðast skyndisölu, að öðrum kosti getur mikið fé tapast. Hannes bendir á í upphafi greinar sinnar að seðlabankar Svía og Englendinga opnuðu lánalínur til þess að gjaldþrota íslensk fjármálafyrirtæki þyrftu ekki að selja eignir í skyndi. Þetta er ugglaust ástæðan fyrir því að gamli Landsbankinn getur hugsanlega staðið nokkurn veginn í skilum vegna Icesave.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.3.2014 kl. 10:37

3 Smámynd: Benedikt Helgason

Já, það má trúlega færa að því rök að afleiðingin af þessu geti verið heldur færri erlendar eignir til þess leysa út snjóhengju eignirnar.

Tölurnar eru hins vegar á reyki en ef við gerum ráð fyrir að erlendu eignirnar séu um 1600 milljarðar og innlendu eignirnar um 800 milljarðar að upphaflegu snjóhengjunni meðtaldri þá væri raunverð á Evrunni ca. 160*(1600+800)/1600 = 240 kr/Evra en hefði verið ca. 160*(1700+800)/1700 = 235 kr/Evra ef tekist hefði að halda í þessar Glitniseignir.

Þessir útreikningar miðast við að erlendu eignirnar verði innkallaðar og höftunum svo lyft án nokkurra annara ráðstafanna. Ef það tekst hins vegar að innkalla þær og láta erlendu aðilana hafa þær gegn því að þeir skilji þær íslensku eftir, sem ég vona svo sannarlega að sé verið að vinna í, þá hafa þessar Glitniseignir engin áhrif á afléttingu hafta svona í fljótu bragði séð.  

Benedikt Helgason, 14.3.2014 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband