Valkostur ein sannkölluð rassbaga

Gaman væri ef sú venja lifði að segja frekar: Hann hefur unnið hug og hjarta allra en „hugi og hjörtu“, svo og: Þau hristu höfuðið en „hristu höfuðin“. Og af tvennu illu er betra að við séum með hjartað í buxunum en „hjörtun í buxunum“.

Hin þriggja lína ábending í dálki sem nefnist Málið í Morgunblaðinu kemur er lærdómsrík og oft afar skemmtileg eins og ofangreint ber með sér.

Mogginn mætti skikka blaðamenn sína til að lesa þennan dálk. Sá frétt með þessari fyrirsögn „Valkostir verða kynntir í mars“. Þar er viðtal við Rögnu Árnadóttur, formann nefndar um framtíðarlegu flugvallar á höfuðborgarsvæðinu.

Orðskrípið „valkostur“ er það sem sagt var í mínu ungdæmi, fyrir örfáum árum, rassbaga, og þótti ekki fínt. Það er samsett úr tveimur orðum sem bæði þýða nokkurn veginn hið sama. Einhvern veginn er svo mörgum fyrirmunað að segja einfaldlega Kostirnir verða kynntir í mars, ... eða tillögur eða hugmyndir eða bara eitthvað annað sem er ekki baga út úr rassi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þörf hugvekja Sigurður.  En Morgunblaðið mætti að ósekju birta þennan dálk um íslenzkt mál á mbl.is og fylgja þannig fordæmi Vikudags á Akureyri, en þar hefur Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari MA, skrifað fasta pistla um íslenzkt mál í á þriðja ár.  Rassbögurnar eiga það til að festast í málinu ef þær eru endurteknar nógu oft.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2014 kl. 10:15

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála, Jóhannes. Vissi ekki af pistlum þess ágæta manns, Tryggva Gíslasonar. Ætla að kynna mér þá.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.3.2014 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband