Nýi formaðurinn heldur að Ísland eigi í samningum við ESB

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, tapaði ekkert á því að fara með rangt mál í kosningabaráttunni. Raunar hefur hún örugglega haft af því hag. Hún og gjörvöll Samtök iðnaðarins halda því fram að Ísland hafi stundað samningaviðræður við ESB í kjölfar þar sem keppikefli hvors aðila um sig hafi verið að fá það besta frá hvoru öðru, rétt eins og tveir menn séu að prútta á tyrknesku markaðstorgi.

Það sem hún Guðrún veit ekki eða kýs að leiða hjá sér er að aungvar samningaviðræður hafa verið á milli Íslands og Evrópusambandsins. Þetta eru aðlögunarviðræður og þær eru einhliða, nokkurs konar yfirheyrsla, rétt eins og hér segir í reglum ESB:

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidates odoption, implimentation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.  

Áður en nýi formaðurinn í Samtökum iðnaðarins tjáir sig er hollara að hafa unnið heimavinnuna sína. 

Hún hefði til dæmis átt að lesa þetta í reglunum:

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. 

Þetta má finna á eftirfarandi slóð: Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy.

Svo er ekki úr vegi að hún hlusti á stækkunarstjóra ESB sem sat við hlið Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, er hann sagði að undanþágur séu ekki veittar frá þessum reglum. Guðrún Hafsteinsdóttir getur hlustað á upptöku af ummælunum hér: https://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8.  

Svo er það mér auðvitað að meinalausu að Guðrún Hafsteinsdóttir taki áfram mark á Össuri Skarphéðinssyni sem greinilega veit sáralítið um Evrópusambandið en það takmarkar síst af öllu að hann tjái sig um það.


mbl.is Guðrún nýr formaður Samtaka iðnaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband