Kistufellið í Esju fyrir fimmtán árum og nú ...

980700-10_copy

Lífið gengur í hringi, að manni finnst. Hegðunin er fyrirsjáanleg. Það sem gerðist fyrir fimmtán árum gerist aftur í dag. Ég geng stundum á fjöll, eins og þeir vita sem fylgst hafa með þessu bloggi mínu.

Hér á höfuðborgarsvæðinu hef ég nokkuð mikið dálæti á Kistufelli í Esju. Hvort tveggja er að fjallið er tígulegt og einnig er uppgangan þangað nokkuð skemmtileg. Svo er það útsýnið. Alveg stórbrotið og ekki síst til Hátinds og Móskarðshnúka.

Fyrsta myndin er tekin fyrir fimmtán árum, í júlí 1998. Þá gekk ég einn upp á Kistufelli og efst í klettabeltinu efst tók ég myndina sem er hér efst. Þarna blasa við Móskarðshnúkar og nær er Hátindsfjallið.

Nú, svo gerist það að ég geng nokkrum sinnum upp á Kistufell en í júlí 2013 geng ég aftur einn á Kistufell og hvað haldið þið? Auðvitað tek ég mynd á svipuðum stað og fyrir fimmtán árum. Mundi þá ekkert eftir þeirri ferð fyrr en ég fór að skoða myndasafnið mitt og rakst á fyrstu myndina.

Kistufell, frá hömrum í austur - Version 2

Raunar er hér um að ræða tvær myndir sem ég náði að skeyta saman. að vísu verður hún dálítið flöt við fyrstu sýn en betra er að klikka á hana nokkrum sinnum og stækka. Þá nýtur hún sín vel.

En svona er þetta með landslagið. Ekkert breytist á fimmtán árum. Þarna eru öll fjöllin á sama stað og í fjarska er Þingvallavatn óbreytt og stöðugt sem endranær.

980700-17 Kistufell í SV, höfuðborgarsvæðið b - Version 2

Og fyrir fimmtán árum var útsýnið til höfuðborgarsvæðisins eins og sést á þriðju myndinni. Mér þykir merkilegt að ég gat sett saman þrjár myndir, algjör tilviljun. 

Og í júlí síðastliðnum tók ég svipaða mynd en neðar í fjallinu. Breytingar á landinu eru ekki miklar, þó má greina húsin á Esjumel sem voru miklu færri fyrir fimmtán árum.

Úlfarsfell er þó á sama stað og það er gott. Sólin gyllir sundin, það hefur nú ekki gerst oft í sumar.

Höfuðborgarsvæðið frá Kistufelli - Version 2

Mesta breytingin sem orðið hefur finnst mér sú að mosinn uppi á Esju hefur aukist að miklum mun og hann hefur þykknað.

Þegar rýnt er í næstu tvær myndir má sjá að mosinn hefur breyst talsvert á fimmtán árum. Spáum ekkert í meinta litabreytingu, önnur myndin er tekin á slidesfilmu en hin er stafræn.

 

980700-11bIMG_0194 - Version 2

Mér sýnist að mosinn hafi þétt sig umtalsvert og hann er þykkari. Líklega er þetta bara góðs viti sérstaklega fyrir mig því í síðustu ferð minni lagði ég mig þarna uppi og dottaði í um klukkustund og hafði bara gott af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband