Símaskráin, úrelt þing

Fyrir aldamót og líklega nokkuð fyrr var símaskráin nauðsynlegt þing. Nú er hún hins vegar algjörlega gagnslaus og það er vegna þess að upplýsingabylting hefur orðið með tilkomu tölvunnar. Maður er margfalt fljótari að finna símanúmer á ja.is eða með því að fletta upp á vefsíðum fyrirtækja.

Hér áður fyrr var símaskráin slíkt einokunarapparat að við lá að maður tæki ofan og bugtaði sig fyrir ritstjóranum vildi svo til að maður mætti honum á förnum veg, jafnvel sölumönnunum. Þá voru reglur um skráningu í símaskránna miklu strangari og enginn hefði getað skráð sig skeggræktanda  nema hann gæti sannað með vottuðu skjali að honum sprytti grön, mynd hefði vart dugað.  

Þetta var svona eins og með Ríkisútvarpið, annað úrelt þing. Kunningi minn seldi ýmiskonar varning, s.s. perur, lampa og álíka. Hann fékk til dæmis ekki útvarpið til að birta auglýsingu sem orðið „loftljós“ kom fyrir. Ritskoðunin var slík að stjórnendur fullyrtu að „loftljós“ væri ekki til þó í almennu tali væru þeir lampar sem héngu úr loftum íbúða einfaldlega kölluð loftljós.

Símaskráin er að verða úrelt. Vænst væri ef prentun hennar væri hætt, þó ekki væri nema af umhverfisástæðum. Þetta er nú kannski of róttæk tillaga, líklega er enn til eldra fólk sem notar ekki tölvu og treystir á að geta blaðað í prentuðu eintaki undir loftljósinu heima. 


mbl.is Skeggræktun og hænsnahvísl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég man hreinlega ekki eftir því hvenær var það síðast sem ég fletti upp í símaskránni. Ég hef það á tilfinningunni að það hafi verið á tíma risaeðlurnar.

Ómar Gíslason, 14.8.2013 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband