Er 88% Samfylkingar jafnt og 12% Sjálfstæðisflokks?

Vefþjóðviljinn, andriki.is, segir frá því að í haust hafi komið í ljós í skoðanakönnun að um 12% stuðningsmanna Samfylkingarinnar væru á móti aðildinni að ESB og sama hlutfall innan Sjálfstæðisflokksins er fylgjandi aðild.

Rétt eins og Vefþjóðvilinn segir er eilíflega verið að gera að því skóna að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið að klofna vegna þess að þar eru ekki allir sammála um aðild að ESB. Enginn ræðir hins vegar um sömu hættu hjá Samfylkingunni.

En þegar kemur að Samfylkingunni þá hefur enginn áhyggjur af jafn stórum hópi flokksmanna. Enginn sem veltir fyrir sér hvort það sé ekki óbilgirni af meirihlutanum að samþykkja eindregna stefnu í Evrópumálum. Enginn sem telur ástæðu til að ræða við fullveldissinnaða Samfylkingarmenn. Í huga fjölmiðlamanna og álitsgjafa eru Samfylkingarmenn einfaldlega Evrópusambandssinnaðir og enginn ágreiningur um það.

Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn eigi sér helst þá ósk heitasta að snýta Sjálfstæðisflokknum upp úr því að innan hans er fólk sem vill aðild að ESB? Af hverju vekur það enga athygli þeirra að hlutfallslega jafnstór hópur innan Samfylkingarinnar er á móti aðild?

Svo er það allt annað mál og raunar miklu forvitnilegra að skoða hlutfallstölurnar. Svo mikið hefur fylgið hrunið af Samfylkingunni að það getur hreinlega verið að 88% hennar sé jafn stór hópur og 12% Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Full ástæða til að velta þessu fyrir sér.

Árni Gunnarsson, 3.2.2013 kl. 14:39

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stóri munurinn er þó sá að Samfylkingin fer eftir landsfundarsamþykktum sínum en það gerir Sjálfstæðifslokkurinn ekki. Tillaga um að draga aðildarumsóknina til baka var felld á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en samt er það stefna flokksins á þingi að draga hana til baka.

Sigurður M Grétarsson, 3.2.2013 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband