Sá einhver niðurstöðu Icesave málsins fyrir?

Einhverjir voru svo miklir spekingar að fullyrða að þeir hafi séð þetta allt fyrir, aldrei hefði átt að semja um neitt heldur fara með málið beint í dóm. Hinir sögðu að ekkert annað hafi verið í stöðunni á sínum tíma nema semja, annars væri staðan enn verri en hún er.

Þetta er úr leiðara blaðsins Reykjavík sem barst í hús í morgun. Í honum örlar á þeirri örmu skoðun sem margir blaða- og fréttamenn hafa að Icesave sé leiðinlegt mál og gott að því sé lokið.

Sem betur fer er því lokið með dómi. Hins vegar verður ekki hjá því komist að gera örlitla athugasemd við leiðindaskot á Nei-hreyfinguna í Icesave málinu. Ég held að enginn hafi fullyrt að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. Engu að síður er mikilvægt að líta á Icesave með hliðsjón af öðrum málum sem um er deilt.

Hvað gerir sá sem stendur frammi fyrir afarkostum? Venjulegast neitar hann og það kann að leiða til þess að andstæðingur hans stefni honum fyrir dóm til að standa skil á meintri kröfu. Verði niðurstaðan sú að dómurinn telji hinn fyrrnefnda sýkn saka er ástæða til að fagna. Ekki endilega vegna þess að hann þóttist hafa séð niðurstöðuna fyrir heldur fyrst og fremst af þeirri ástæðu að hann stóð fastur á því sem hann taldi vera sinn rétt. Þetta gera flestir, reyna að standa fastir á rétti sínum.

Þannig var það með Icesave. Þetta var ekki bara pólitískt mál. Ekki aðeins mál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Fjöldi fólks tók þátt og hreyfinganar Advice, Indefence. Leikir og lærðir lögspekingar höfðu ákveðna fullvissu um eðli málsins, að hér væri ástæða til að standa fast á rétti þjóðarinnar.

Segja má að þeir sem lögðust gegn því að íslensk þjóð væri gerð ábyrg fyrir Icesave hafi haft að einkunnarorðum sínum að Íslendingar eigi ekki að greiða skuldir óreiðumanna. Þetta er það sem kallað er prinsipp á erlendri tungu og enginn, ekki nokkur maður með sjálfsvirðingu, semur um slíkt. Ekki frekar en að maður sem telur sig saklausan af ákæru um einhverja óhæfu vilji semja um að hann sé að einhverju hlutfalli sekur, að hann vilji greiða bætur fyrir skaða sem hann átti engan þátt í.

Fjölmargir í Já-hreyfingu Icesave litu framhjá prinsippinu og margir voru einfaldlega svo leiðir að þeir vildu semja um að skattfé Íslendinga væri notað til að bæta fyrir gjaldþrot Landsbankans. Þetta gat ég aldrei samþykkt og það sama fannst meirihluta þjóðarinnar.

Hins vegar hef ég enga samúð með þeim sem finnst nóg komið af Icesave málinu, leiða þeirra eða þunglyndi. Við þá vil ég aðeins segja þetta eitt: Reynið að lifa við þessar þrautir ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, vel skrifað.  Sjálf veit ég ekki um neinn sem vissi nákvæmlega um útkomu dómstóla.   Hinsvegar var vitað að lærðir lögmenn, erlendir og innlendir, rökstuddu að engin lagaleg ríkisábyrgð væri á ICEsave. 

Það var líka fólk og ég þar á meðal, sem óttuðust aldrei dóminn, þó við fullyrtum aldrei hvað nákæmlega kæmi út úr honum.  Það eru lygasögur.  Við hinsvegar vissum að lögin væru okkar megin og það var nóg til neita ofbeldislegum kröfunum.

Elle_, 2.2.2013 kl. 14:13

2 Smámynd: Elle_

Sigurður, vil bæta við að fyrir utan fjölda einstaklinga sem stóðu fastir í fæturna gegn kröfum bresku, hollensku og íslensku ríkisstjórnanna, og Evrópusambandsins, gegn ríkissjóði og þjóðinni, voru samtökin gegn ICEsave nokkur, líka Samstaða og Þjóðarheiður, en þau koma ekki fram að ofan.

Elle_, 2.2.2013 kl. 14:27

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt hjá þér, Elle. Höldum því til haga hvaða samtök komu að baráttunni. Þau eiga öll heiður skilinn sem og kjósendur í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2013 kl. 15:14

4 Smámynd: Einar Karl

Ég held nú að við höfum sloppið "með skrekkinn". Um það skrifa ég á síðu minni. En ég neita því alls ekki að ég er ósköp feginn yfir þessari niðurstöðu.

http://patent.blog.is/blog/patent/entry/1280624/

Einar Karl, 2.2.2013 kl. 15:34

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel og málefnalega skrifað á blogginu þínu Einar Karl.

Það skilur á milli okkar sú staðreynd að meirihluti þjóðarinnar taldi sig ekki eiga að borga skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til og vildi standa fast á þessum rétti. Við vildum einfaldlega ekki semja um skuldir sem okkur eru óviðkomandi. Síðan er það allt annað mál um hvað ESA vildi kæra en það er eðli dómstóla að svara ekki öðru en því sem fyrir þá er lagt.

Þá kemur upp sú spurning hvort ESA hafi kastað til höndunum í kærunni, t.d. varðandi meinta mismunun? Um það veit ég ekki en hitt veit ég að hefði verið kært um það atriði og dómurinn fallið á þann veg að um mismunun hefði verið að ræða þá hefðu afleiðingarnar orðið hrikalegar fyrir land og þjóð.

Ég trúi því ekki að dómurinn hefði litið framjá kerfishruni. Einnig er efast ég stórlega um að Bretar eða Hollendingar hefðu sjálfir ráðið við hlutfallslega sambærilegar kröfur og þeir gerðu til Íslendinga, held að það skipti engu hvort miðað er við höfðatölu eða landsframleiðslu þessara landa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2013 kl. 15:57

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: Þeir okkar sem lásu löginn og skyldu ákæruna vissu tvennt, annars vegar að eina leiðinn til að tapa málinu var sú að dómararnir færu ekki að lögum?, og það að ef við töpuðum málinu þá væru nánast allar ríkisstjórnir Evrópu í vondum málum, svo ekki væri minnst á það óréttlæti sem í því felst að kenna heilli þjóð um misgerðir nokkurra einstaklinga.

Til að varpa skírara ljósi á það má nefna að ef Íslenskur dópsali seldi eitrað dóp og einhver léti lífið, væri íslenska þjóðinni þá ábyrg???, eða ef flugfélag í eigu Íslendings seldi flugmiða vitandi vits að flugfélagið væri gjaldþrota ( þetta gerðist í raun) og gæti ekki staðið við flugmiðann, væri Íslenska þjóðin ábyrg, nei og aftur nei, sama á við um þá sem telja eitthvað vera of gott til að geta verið satt, það er það oftast nær.

Við þá sem trúðu því að dómarar mundu dæma þvert á lög sem í gildi voru er fátt hægt að segja, ég fyrir einn sagði nei í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum, vegna þess að ég treysti á það að dómarar dæmi að lögum, og það gerðu þeir og það styrkir mína trú á að lög eiga að gilda alltaf, og engin má ólög þola alveg sama hvað er í boði.

Magnús Jónsson, 2.2.2013 kl. 22:29

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Sigurður.  Það hnigu öll rök til þess fljótlega að hið rétta í þessu máli væri eins og Davíð sagði og niðurstaða dómsins varð. Ég hinsvegar treysti aldrei þessum dómstól, en var samt á því að hann yrði að segja og sú niðurstaða yrði alltaf betri en engin. 

Það er svo annað mál að ef rétt hefði verið á þessu máli haldið strax og allar staðreyndir sagðar hátt og snjallt aftur og aftur, þá hefði það aldrei orðið að þeim ósköpum sem það varð.  Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur smíðaði þessi ósköp með aðstoð hjarðar sinnar og þar er eingin saklaus.       

              

Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2013 kl. 22:32

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það skondna er að í "hjörð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur" var mestallur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í Iceasave II, sem hafði verið setið hjá í Icesave I.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2013 kl. 01:09

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samstaða þjóðar gegn Icesave hétu regnhlífarsamtökin, sem hleyptu seinni undirskriftasöfnuninni (vegna Buchheit-samningsins) af stokkunum.

Hér er mynd af ýmsum virkum/virkustu þátttakendum í Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni á Kjósum.is - hér í Þjóðmenningarhúsi 15. febr. 2011:

Á myndinni eru: konur frá vinstri til hægri: Helga Þórðardóttir, Rakel Sigurgeirsdóttir, Halldóra Hjaltadóttir, Borghildur Maack; karlmenn frá vinstri til hægri: Baldur Ágústsson, Loftur Altice Þorsteinsson, Jón Valur Jensson, (NN), Sigurbjörn Svavarsson, Axel Þór Kolbeinsson, Guðmundur Ásgeirsson, Sveinn Tryggvason, (NN), Jón Helgi Egilsson, Frosti Sigurjónsson og Hallur Hallsson. 

Þetta fólk kom úr a.m.k. þremur samtökum: Þjóðarheiðri - samtökum gegn Icesave, Samtökum fullveldissinna og AdvIce-hópnum. 

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 06:40

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo tek ég heils hugar undir orð Magnúsar Jónssonar hér.

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 06:44

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrirgefðu afskiptasemina Sigurður: 

Þetta er rangt hjá þér Ómar.  Sjálfstæðismenn sem studdu Icesave gerðu það á allt öðrum forsendum en Jóhanna og hennar hjörð.  Jóhanna og hennar hjörð barðist fyrir þessu máli af annarlegum hvötum eða heimsku, það er ekki mörgu öðru til að dreifa. 

Sjálfstæðis menn sem ekki höfðu nóga staðfestu, en héldu að þeir kynnu að reikna fundu það út að með því að samþykkja Icesave 3. Þá væri möguleiki að snúa sér að öðru vitrænna. Þar reiknuðu þeir vitlaust, eins og sannast hefur núna, það tekur bara önnur vitleysa við. 

Það er svo umhugsunar vert, að hefði einhver af þessum nauðungarsamningum verið samþykktur þá hefði þessi dómur aldrei orðið til og ekki bara Íslendingum, heldur öllum þjóðum Evrópu verið gerður mikil óleikur.  Það á aldrei að samþykkja lygi.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.2.2013 kl. 09:53

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér Hrólfur : frábær lokaorð.

Hrólfur barðist í þessu máli með blaðaskrifum og heiður að hafa hann eins og Ómar o.fl. hér í Þjóðarheiðri.

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 15:13

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Geirsson, það er að segja.

Jón Valur Jensson, 3.2.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband