Stuðningur við formanninn styrkir flokkinn

Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Þar er mikið og gott mannval enda hefur kjördæmið jafnan verið gott vígi Sjálfstæðismanna. Ég ekki ekki marga í framboði en vil hér nefna nokkra.

Ég bý ekki þar er hvet Sjálfstæðismenn til að kjósa Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Ekki vegna þess að hann er formaður heldur vegna mannkosta hans og stefnu. 

Óli Björn Kárason, varaþingmaður, er drengur góður og málefnalegur í ræðu og riti. Vart er hægt að hugsa sér betri þingmann. Hann er afskaplega heiðarlegur og góður málsvari sjálfstæðisstefnunnar og leggur áherslu á hinn sjálfstæða atvinnurekanda sem er bakbeinið í þjóðfélaginu. Ég kysi hann í þriðja sætið.

Vilhjálm Bjarnason þarf lítið að kynna fyrir landsmönnum. Hann er þekktur sem skeleggur og nær alvitur þátttakandi í sjónvarpsþættinum „Útsvar“. Hann hefur verið harður baráttumaður gegn spillingu í viðskiptalífinu og lætur verkin tala. Ég kynntist honum aðeins þegar ég var ungur blaðamaður og kom til Vestmannaeyja árið 1978 og tók viðtal við hann, útibússtjóra Útvegsbankans í Eyjum. Hitti hann eftir það ekki fyrr en 2008 og þá mundi karlinn eftir mér. Finnst það alveg ótrúlegt minni. Vlhjám myndi ég kjósa í fjórða sætið.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, er sterkur frambjóðandi. Hún hefur reynst dugandi á þingi, jafnvel þó hún sé hlynnt ESB aðild, kann ég vel að meta önnur mál sem hún hefur barist fyrir.

Jón Gunnarsson þekki ég ekki persónulega en mér líst vel á hann á þingi. Engu að síður er ég ekki sammála honum í einstaka málaflokkum, þá hef ég þá trú að hann sé sterkur frambjóðandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja, byrja nú rassakossanarnir.

hilmar jónsson, 9.11.2012 kl. 23:09

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

En Ragnar Önundarson, hvernig maður er hann?

Hann hefur skrifað lærðar greinar um ýmis málefni.

Og af hverju er hann að bjóða fram sig á móti sitjandi formanni?

Eru einhver málefni óuppgerð innan Sjálfstæðisflokksins?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.11.2012 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband