Aðlögunarviðræður ekki samningaviðræður

Hvað gerist þegar land eins og Ísland sækir um aðild að Evrópusambandinu? Jú, það fer í aðlögunarviðræður,„Accession Negtioations“. Þetta er aðferðarfræði sem notuð hefur verið frá því 1993 er hún var tekin upp. 

Þegar Noregi, Austuríki, Finnlandi og Svíþjóð var boðin innganga var einn samningur látin duga fyrir þau fjögur ríkin. Noregur felldi aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992 en hin ríkin urðu meðlimir 1995. 

Svona vinnur Evrópusambandi ekki lengur. Ríki sem sækir um aðild þarf að fara í aðlögunarviðræður. Til að skilja hvernig þá er staðið að málum er ráð að lesa bæklingi ESB um eðli stækkunar, Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy. Í honum segir meðal annars:

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules. 

Þarna er talað um reglur ESB, „Acqis“. Þeim er skipt í 35 kafla sem taka meðal annar á fiskveiðum, landbúnað, flutningum, orkumálum osfrv. Þegar kafli er opnaður hefjast viðræður um efni hans og aðildarríkið þarf að sýna á skýran og skilmerkilegan hátt hvort að það hafi tekið upp kröfur ESB sem um ræðir í hverjum eða hvernig það ætli að gera það. 

Í bæklingnum segir: 

Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively. Some of these reforms require considerable and sometimes difficult transformations of a country’s political and economic structures. It is therefore important that governments clearly and convincingly communicate the reasons for these reforms to the citizens of the country. 

Allt ofangreint hefur komið fram í fréttum, fréttaskýringum, blaðagreinum og bloggpistlum afar víða um landið. Í upphafi reyndi ríkisstjórnin að telja okkur trú um samningaviðræður fylgdu umsókninni rétt eins og var því þegar Norðmenn sóttu um aðild, svona viðræður tveggja jafningja. Þetta reyndist ekki rétt enda hefur margt breyst frá því 1992. 

Einn sá fyrsti sem vakti athygli á að hér væri ekki um samningaviðræður að ræða var Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrum sjávarútvegsráðherra. Hann þýddi held ég fyrstur hugtak ESB sem aðlögunarviðræður. Sem ráðherra neitaði að samþykkja samstarf ráðuneytis síns við ESB enda hafði hann greitt atkvæði gegn aðildarumsókninni. Fyrir vikið var honum sparkað úr ríkisstjórninni.

Það var líka Jón Bjarnason sem fullyrti að ekkert væri í pakkanum við lok viðræðnana. Hann hélt því fram að eftir aðlögunina væri of seint að segja nei. Skaðinn væri skeður. Auðvitað er hægt að hafna aðildinni í þjóðaratkvæðagreiðslu en það er allt annað mál. Enginn samningur er gerður nema um undanþágur og þær eru nær eingöngu tímabundnar enda er að svo að Ísland er að sækja um aðild að Evrópusamandinu en ekki öfugt. 

Í sannleika sagt er algjör óþarfi að rifja allt þetta upp. Flestum er þetta vel kunnugt og það þjónar litlu í umræðunni að endurtaka sömu tugguna aftur og aftur. Engu að síður kann það að vera að einhver lesandi vilji afla sér betri upplýsingar og til þess er honum bent á ofangreindan bækling Evrópusambandsins. Einnig má benda á vefsíður eins og Evrópuvaktina, Vinstri vaktina gegn ESB, bloggsíðu Heimssýnar, bloggsíðu Páls Vilhjálmssonar og áreiðanlega eru til fleiri góðar vefsíður gegn aðildinni að ESB.

Staðan er einfaldlega sú að meirihluti Alþingis samþykkti 16. júlí 2009 aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þjóðin var ekki spurð en skoðanakannanir hafa sýnt að góður meirihluti þjóðarinnar er á móti aðildinni. Deilan um aðildina mun halda áfram þangað fram yfir næstu þingkosningar. Líkur benda til að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna muni tapa miklu fylgi og meirihluti nýja þingsins verði á móti áframhaldandi aðlögunarviðræðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband