Áhyggjur dómara af afkomu sinni

Ævilaunþegi ríkisins, Jón Steinar Gunnlaugsson, lætur nýfallinn áfellisdóm Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslensku réttarkerfi ekki á sig fá.

Jón var í golfi í veðurblíðunni í síðustu viku þegar DV leitaði viðbragða hans vegna dómsins. Jón vildi ekkert segja. Hann er vanur að sveifla hamri réttvísinnar á launum en mun frá og með október næstkomandi geta sveiflað golfkylfum sínum án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.
 
Þannig er frétt á dv.is í dag. Auðvitað standast þessi orð enga skoðun og er ekki frétt í sjálfu sér. Látum gildishlaðin og í raun meiðandi ummæli eiga sig. Hitt mætti flestum vera ljós að dómari sem fer á eftirlaun á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afkomu sinni.
 
Gætum við borið traust til starfa dómara ef þeir þyrftu að tryggja afkomu sína t.d. með aukastörfum fyrir Bónus, LÍU, Vinstri-græna og annarra „hagsmunaaðila“ sem án efa þurfa oftar en einu sinni í rekstri sínum að verjast eða sækja í dómsmálum, í héraðsdómi eða hæstarétti.
 
Fyrir mitt leyti vildi ég frekar að afkoma dómara sé tryggð í starfi og eftir svo þeir freistist ekki til að vinna aukaverkefni. Það eru ekki traustvekjandi aðstæður fyrir þá sem sækja þurfa rétt sinn fyrir dómstólum. Þetta mætti dv.is hafa í huga. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Getum við þá borið traust til t.d lögreglumanna sem væntanlega eru með 10 x lægri laun en Jón hafði svo ekki sé minnst á eftirlaunin, en virðast þó vinna störf sín af elju og samviskusemi.

hilmar jónsson, 15.7.2012 kl. 19:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú svarar nú bara fyrir sjálfan þig. Engu að síður eru þetta rökin fyrir launum og eftirlaunum dómara.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.7.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband