Enn tómt rugl í frétt

DSC_0119 - Version 2

Eitthvað hefur skolast hér til í fréttinni eða hún er tekin meðvitundarlaust upp af vef hjá Landsbjörg. Raunar er ekki vansalaust hversu oft er farið með staðlausa stafi á vef Landsbjargar, þó ég hafi ekki skoðað það í þetta sinn.

Fyrir ofan Glym er hvergi erfitt að komast að fyrir björgunarfólk eða aðra. Á efri myndinni sést Botnsá þar sem hún rennur eftir tiltölulega sléttu landi uns hún hverfur ofan í gljúfrið. Þar eru engin vandræði, raunar er hægt að aka þangað upp.

Með gljúfrinu eru víða staðir þar sem erfitt er fyrir björgunarfólk að komast að til að liðsinna göngufólki og þar er líka víða erfitt fyrir þyrlu að athafna sig.

DSC_0034 - Version 2

Munurinn á aðstæðum sjást greinilega á þessum tveimur myndum sem ég tók í fyrra. Botnsárgljúfrið er stórfengleg náttúrusmíði en gengt er með því beggja vegna. Hins vegar þarf að fara varlega rétt eins og annars staðar. 

Nú kann einhver að spyra hvort það skipti nokkru máli þó einhver villa sé í fréttinni. Ég fullyrði á móti að skilningi lesandans er ávallt ofboðið ef frétt stenst ekki fyllilega, bæði hvað varðar landafræði sem og önnur atriði.


mbl.is TF-LÍF sótti konu í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband