Hvaða þingmenn skrópa á fundi í kvöld?

Þingmenn hafa samþykkt kvöldfund á Alþingi sem er nokkurs konar mótspyrna ríkisstjórnarmeirihlutans við meintu málþófi stjórnarandstöðunnar. Hann gerir eins og veiðimaðurinn, reynir að þreyta laxinn. 

Ég hef fylgst með umræðum á Alþingi í beinni útsendingu marga þá daga sem þetta umtalaða málþóf átti að hafa verið stundað. Skoðun mín er hins vegar sú að umræðurnar hafi verið afskaplega málefnalegar. Ekki hef ég getað fundið að umræðunum, hvorki hvar svo sem í flokki semþeir þingmenn standa sem þátt tóku. Mjög fróðlegt og án efa mikilvægt er að geta spurt þingmenn nánar út í skoðanir þeirra með svokölluðum andsvörum og viðbrögðum við þeim.

Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna verða að líta til þess hversu seint frumvörp meirihlutans hafa komið fram og ekki síður hversu illa þau eru úr garði gerð. 

Þingmenn geta þó haft sína skoðun á þessu en ég geri tvær athugasemdir. Sú fyrri er um margumtalað sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Vinstri menn gagnrýndu þetta mikið meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn en nú heyrist ekkert í sama fólki þegar velferðarstjórnin ætlast til þess að lagafrumvörp og ályktanir á hennar vegum séu afgreidd rétt eins og þorskar á færibandi.

Svo er það stóra spurningin um þessa 27 þingmenn sem samþykktu að halda kvöldfund. Munu þeir mæta eða ætla þeir að skokka heim í grillið og sófann rétt eins og þeir gerðu flestir þegar síðast var haldinn kvöldfundur? Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti svo eftirminnilega athygli á skrópinu í umræðum í síðustu viku. Þá voru þrír þingmenn meirihlutans viðstaddir umræðurnar.

Eiga þingmenn ekki að mæta á þingfundi, jafnvel á kvöldin, eða er þeim í sjálfsvald sett hvort þeir sinni vinnu sinni?


mbl.is Kvöldfundur samþykktur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað sem öllum reglum eða lögum um mætingaskyldu þingmanna við kemur, ættu a.m.k. þeir sem samþykkja kvöldfund að mæta á hann.

Hvers vegna birta fjölmiðlar ekki nöfn þeirra 27 sem samþykktu fundinn og bera síðan saman við mætingu á þann fund?

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2012 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband