Pressan tekur afstöðu með ríkisstjórninni

Mörgum hefur þótt nóg til um framsetninguna í herferð LÍÚ sem beinist gegn kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta má m.a. lesa í færslum á samfélagsvefum. Boðskapurinn birtast víða og er með óvenjulegu sniði. Andrés Jónsson almannatengill segir að útgerðarmenn hafi gengið lengra í „grasrótarherferð“ sinni en áður hafi sést hér á landi.

Stundum er það mér hulin ráðgáta hvers konar fréttamiðillinn pressan.is er. Sé hann fjölmiðill sem miðla á fréttum er ótækt út frá sjónarmiði blaðmennsku að byrja frétt á þann hátt sem gert er í dag undir fyrirsögninni „Útgerðarmenn komnir í teppalagningu: Ganga lengra en áður hefur verið gert hérlendis, segir almannatengill.“ Enginn reyndur blaðamaður myndi samþykkja svona langa og klúðurslega fyrirsögn, en það er annað mál.

Upphaf fréttarinnar brýtur reglu. Sá sem skrifar svona er annað hvort að taka afstöðu eða hann kann ekkert til í blaðamennsku. Hvort tveggja er slæmt, þó er hið fyrrnefnda verra, því menn geta lært blaðamennsku en erfiðara er að læra að láta persónulega afstöðu liggja á milli hluta.

Eftir að auglýsingar um kvótamál ríkisstjórnarinnar hafa birst í nokkurn tíma lítur út fyrir að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafi áttað sig. Nú er lögð áhersla á að gera auglýsingarnar tortryggilegar, þeir sem taka þátt í þeim séu ekki með fullu ráði. Almannatengillinn Andrés Jónsson, flokksbundinn Samfylkingarmaður, er tekinn til vitnis um að þetta séu hreinlega ómögulegar auglýsingar, svona fræðilega séð.

Engum dettur í hug að landsbyggðin og miklu fleiri óttist þessa árás ríkisstjórnarinnar á lífskjör landsbyggðarinnar. Nei, alltaf þarf að gera fólkið sem starfar í sjávarútvegi og fiskvinnslu tortryggilegt. Þetta sé allt LÍU lygi. Svo virðist sem „blaðamaður“ pressan.is sé þessarar skoðunar og tekur um leið afstöðu með ríkisstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband