Ámælisverðar framkvæmdir á Úlfarsfelli

DSCN0936

Samkvæmt myndum Morgunblaðisins af þessari framkvæmd kemur ekkert á óvart. Venjan er sú að verktökum er att á ósnortið land, vaðið er yfir mosa og gróður og svo segja menn að þetta lagist allt saman með tímanum. Fjandinn hafi það ... ekki á mannsaldri.

Víða um land má sjá svona framferði. Fæstir hugsa neitt um landið, mynduð eru sár í það sem stinga í augun um alla framtíð. Þannig var verklagið á Kolviðarhóli og Hellisheiði við gerð gufuaflsvirkjunarinnar. Orkuveitan hefur þar vaðið á skítugum skónum út um allt. Reykjavíkurborg kann sig ekki heldur og veitir framkvæmdaleyfi. Hugsar ekkert um almenning sem notar fjallið.

Það er rétt sem Ingimundur Stefánsson segir í þessari frétt. Framkvæmdin rýrir útivistargildi Úlfarsfells. Fjölmargir nota sér það til göngu sem getur tekið nokkuð vel á og þaðan er gríðargott útsýni. Látum vera að reisa þarna mastur en gera það á þennan hátt er ámælisvert.

Meðfylgjandi mynd var tekin af Úlfarsfelli, horft til Mosfells og Móskarðshnúka. 


mbl.is Vilja 40 metra mastur á tindinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Sigurður, hefur þú tekið eftir að allt Úlvarsfell er sladdað gult og nafnið tekið út í Kortasjá Landmælinga. Líka er búið að taka allt blogg um málið úr blogginu.

Eyjólfur Jónsson, 15.5.2012 kl. 14:16

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fréttin er á sínum stað, bloggið líka og ég sé ekkert að kortasjánni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.5.2012 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband