Loksins tillaga um lækkun eldsneytisverðs

Afleiðingar gríðarlegra hækkanna á bensíni eru alls staðar sjáanlegar enda hafa þær áhrif út um allt þjóðfélagið ekki síst á landsbyggðinni. Nú er ekki litið til ríkisstjórnar landsins um forystu í neinum málum heldur kemur hún frá stjórnarandstöðunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögur um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti. Gert er ráð fyrir að verði af þessu muni líterinn á bensíni og díselolíu lækka niður í 200 kr. pr. lítra. Þetta er umtalsverð lækkun úr tæplega 260 kr. og fólki munar um hana.

Um leið er áætlað að skatttekjur ríkisins minnki ekki heldur jafnvel aukist. Við hækkun á eldsneytiskostnaði er viðbúið að sala þess dragist saman og umferð á landinu minnki. Með lækkun er einfaldlega gert ráð fyrir að umferð aukist og því hagnist ríkisvaldið jafnvel meir en ef núverandi ástand haldist.  

Og í ljósi þessa geri ég fastlega ráð fyrir því að þingflokur Sjálfstæðisflokksins taki næst pólitíska forystu í skuldamálum heimilanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það mætti nú allavega á akureyri hætta keyra börn í skóla mamma mín keyfrði mig ekki labbaði fyrst um sinn þangað til ég kunni leiðina og svo labba í vinnuna ég labbaði nú bara hreinlega út í hrafnagil og það var bara hressandi fólk þarf ekki að keyra allt og á landsbyð inn á til dæmis akureyri þar sem ekki er langt á milli frekar að ganga eða hjóla það er miklu ódýrara það er hægt að smíða vagna undir mat til að fara í búðir það þarf engan bíl til þess þeg hjóla í búðir nema kannzki ef rosa hálka er enda ákað ég að taka ekki prófið strax enda til hvers ég leppir og ég á gott reiðhjól þetta tvent durgar og ég er eins og fólk á bilum er annað hvort á nölum eða set keðjur undir dekkin það er u líka til ótal búnaður sem gerir þetta léttara bíllin e hinsvegar óþarfi að mörgu leit okey það er gott að geta látið keyra sig en þetta er ekki nauðsin fólk getur alveg labbað það bara nennir því ekki enda sést það fólk er að vera feitt og ljótt af þessu ég tek þó á þvó við að hjóla og ganga en það er ekki líkamsrækt að sitja í bíl og keyra ó nei

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband