Þrátt fyrir kjöraðstöðu gerir VG ekkert, ALLS EKKERT ...

Sálfstæðisflokkurinn ályktaði síðasta haust um afnám verðtryggingar á landsfundi sínum. Fjölmargir þingmenn flokksins hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að draga þurfi úr skuldavanda heimilanna. Framsóknarflokkurinn hefur gert hið sama og svipaðar hugmyndir hafa verið hjá þingmönnum Hreyfingarinnar og Lilju Mósefsdóttur.

Ekkert, ALLS EKKERT, hafa Vinstri grænir ályktað um þessi má né heldur Samfylkingin. Þessir flokkar eru þó í kjörastöðu til að leiðrétta gríðarlegt tap heimilanna vegna verðtrygginar síðan fyrir hrun. Væru aðrir flokkar í stjórn en þessir tveir, myndu þeir án efa vera ákærðir fyrir þjónkun við fjármagnseigendur. Fáir hafa það á orði en þögnin er ærandi.

Flokksráð VG ætti að feta í fótspor annarra flokka og krefjast þess af þeim sem þar ráða för að hagsmunir almennings verði látnir í forgang.

Flokksráðið ætti þó að muna að flokksforystan gerir það sem henni sýnist þrátt fyrir ályktanir. Þó ekki væri annað er hollt að muna eftir umsókn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu. Spor VG hræða ...


mbl.is VG vill afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gleymum því nú ekki að allan þenna tíma hafa Hagsmunasamtök Heimilanna staðið ein gegn straumnum í þessum efnum. Lengst af hefur VG verið önnur af tveimur stærstu hindrununum.

En nú fer að líða að því að kosningabarátta hefjist, og þá þykjast skyndilega allir hafa Liljuna kveðið. Það er til orð yfir slíkt: lýðskrum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2012 kl. 18:33

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er hárrétt, Guðmundur. Hver væri staðan ef HH hefðu ekki komið að málum og nokkrir aðrir góðir menn og konur?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.2.2012 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband